Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 20
18
tíUn
S k ý r s I a
frá kvenfjelaginu »Snót« í Kaldrananeshreppi
í Strandasýslu.
Fjelagið var stofnað af 19 konum að Kaldrananesi
27. mars 1927.
Starfsemi þess hefur verið fólgin í því:
1. Að gleðja og styrkja fátæka t. d. með fatagjöfum-
fyrir jólin og fleiri smágjöfum, ef það hefur sjeð sjer
fært. — Fjelagið gaf kr. 50.00 til Hallgrímskirkju í
Saurbæ. Gekst fyrir samskotum til h. f. »Hallveigar-
staðir« og safnaðist á fjelagssvæðinu kr. 160.70. —
Einnig gekst fjelagið fyrir samskotum til fátækrar
fjölskyldu, er varð fyrir miklu tjóni af eldsvoða, og
söfnuðust kr. 595.00.
2. Fjelagið hefur leitast við að vekja áhuga fyrir
garð- og blómarækt og kostað í því skyni stúlku til
náms í Gróðrarstöð Ræktunarfjelagsins á Akureyri
einn vortíma. Á hún að leiðbeina í þessu efni svo sem
tveggja ára skeið, þeim sem þess óska.
3. Veturinn 1928 hjelt fjelagið matarnámsskeið að
Drangsnesi tveggja vikna tíma. Kenslukona: Aðalbjörg
Haraldsdóttir. Nemendur voru 13, og kostuðu þeir
sjálfir fæði og húsnæði, en fjelagið borgaði kenslukon-
unni. Það fjekk styrk frá Búnaðarsambandi Vestur-
lands, ,kr. 50.00, er gengu upp í kostnað við náms-
skeiðið.
4. Tilraun var gerð með að bæta úr vandræðum bág-
staddra, ef slys eða sjúkdóm bæri að höndum, og rjeði
fjelagið stúlku í því skyni, sem hefur farið heim á
heimilin og hjálpað til við aðhlynningu á sjúkum.
5. Á aðalfundi í júní 1928 var stofnað blað, sem
heitir »Frækorn«. 6 tölublöð koma út á ári, og er blað-
ið lesið upp á fundum fjelagsins.