Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 27
Hlín
25
atvinnvmni fyrirfram, að loforð sje fengið fyrirfram
um ákveðna atvinnu.
Og í hringiðu stórborganna eru stúlkur, sem standa
uppi allslausar, í meiri hættu en karlmenn. Ástæðum-
ar til þess eru væntanlega. svo augljósar, að óþarft er
að nefna þær. Það er enn ein ástæða til varuðar um gá-
lausar utanferðir ungra stúlkna.
Enn er ósvarað einni spurningu. Ef íslenslc stúlka
lendir hjer í verulegum vandræðum eða óláni, livað er
þá hægt að gera henni til hjálpar.
Dyr sendiráðsins standa öllum íslendingum opnar.
Mun þeim þar verða veitt sú aðstoð, sem föng eru á.
En ekki er að jafnaði kostur á því að lána fólki pen-
inga, nema máske smáupphæðir til þess að bæta úr
ítrustu neyð í fáa daga, t. d. þangað til skipsferð fell-
ur heim; ennfremur hefur sendiráðið ábyrgst far heim
fyrir fólk, sem er í neyð, gegn skuldbindingu um end-
urgreiðslu. Ef ekki er greitt á rjettum tíma, er lánið
skoðað sem fátækralán og framfærslusveitin krafin
um greiðslu. En lánsstofnun getur sendiráðið ekki ver-
ið. Því er fólki m. a. aldrei lánað til þess að greiða
skuldir, sem það hefur komist í.
Meðan ágætiskonan Ingibjörg ólafsson starfaði hjer
í K. F. U. K., var hún stundum milligöngumaður við
sendiráðið fyrir íslenskar stúlkur, sem lent höfðu í
vandræðum.
Síðan hún fór hjeðan, hafa svo fá tilfelli um slík
vandræði íslenskra stúlkna orðið á vegi mínum, að
mjer er ekki ljóst, hve þörfin um slíka milligöngu er
brýn. Annars mun stúlkum, sem lenda í vandræðum,
óhætt að snúa sjer til K- F. U. K. (þótt ekki hvíli nein
skylda á þeim fjelagsskap til að sinna þeim), ef þær