Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 71
Hlin
69
■ ■ t r
Auðvitað eru á þessu máli, sem öðrum, tvær hliðar,
önnur, sem snýr að framleiðendum og fjallar um skyld-
ur þeirra. Þeir þurfa að vanda vörurnar sem best og
gera neytendum sem best til hæfis um gerð og verð.
Af nýútkomnum verslunar- og hagskýrslum má
verða margs vísari um innkaup landsmanna. Að sjálf-
sögðu eru þar margar vörur, sem við allajafna erum
neydd til að sækja til annara þjóða, þó margt af því
mætti eflaust takmarka, en svo er þar líka margt upp-
talið, sem engin ástæða er fyrir okkur að flytja inn.
Má þar til nefna allskonar ullargarn, þar flytjum við
inn 10.000 kg. árlega, fyrir rúml. 100.000 kr. Það sýnd-
ist nær sanni að flytja þessa vöru út en inn. Ullargarn
þetta gefur ríkissjóði lítið eða ekkert í aðra hönd, þar
sem það er tolllaust, var það óþarft verk að koma
þeirri undanþágu í framkvæmd, þarfara hefði verið að
bæta framleiðslu á íslensku bandi, svo það yrði boðleg
verslunarvara.
Sokka flytjum við inn fyrir hálfa miljón, þar af
fyrir 100.000 kr. silkisokka, og ýmislegan annan
prjónafatnað fyrir rúmlega hálfa miljón kr.
Þá eru gólfmottur fluttar inn fyrir 10.000 kr. og
gólfábreiður og gólfdreglar fyrir 13.000 kr., þetta ætt-
urn við þó að geta unnið úr efnum, sem hjer falla til,
þó heimafengnu efnin þyki ekki nógu góð í hina fínni
hluti.
Strásópar, vendir og burstar flytjast inn fyrir kr.
70.000 árlega, það eru hlutir, sem búa má til hjer
heima, þótt við þurfum að nokkru leyti að sækja efnið
til útlanda. Hrosshárið, sem er dýrasta efnið í burst-
unum, höfum við nóg, og vinnulaunin eru það sem
hleypa verðinu aðallega fram.*)
*) Árið 1923, þegar talsvert atvinnuleysi var í Reykjavík,
bauð jeg verklýðsfjelögunum, bæði karla og kvenna, að
kenna þeim sem óskuðu, að búa til bursta, þegar ekki væri