Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 22
20
Hlín
býli. Þessi nauðsyn er frekar meiri en minni, ef þjóð-
fjelagið ér lítið, eins og okkar þjóðfjelag er.
Forfeður okkar ljetu unga fólkið, aðallega ungu
mennina, fara utan til þess að leita sjer fjár, frægðar
og frama. Utanferðir í slíkum tilgangi eru okkur vafa-
laust hugstæðar enn þann dag í dag.
Það er sjálfsagt enginn vafi á því, að við værum
skemmra komin á framfarabrautinni, ef ekki hefðu
farið í vöxt utanferðir ungs fólks til þess að nema
ýmislegt, bóklegt og verklegt, sem hefir gert suma, er
heim komu aftur, að sáðmönnum í íslensku þjóðlífi.
Bæði með því að nýta sjerþekkingu þá, sem þeir hafa
aflað sjer, og fyrir þann menningarþorsta, sem áhrif
úti í heiminum skapa mörgum einstakling sem þangað
leitar.
En, ekki eru allar ferðir til fjár, frama eða frægðar.
í þau nærfelt 9 ár, sem jeg hef gegnt sendiherraem-
bættinu, hef jeg haft tækifæri til þess að kynnast ýmsu
í þessu efni, máske frekar en margir aðrir, — auk
þess sem jeg hefi tekið eftir fyr og síðar, heima, á
ferðum og dvölum erlendis.
Hingað, í sendiráðið í Kaupmannahöfn, skolar upp
löndum úr ýmsum áttum, sjómönnum, mönnum sem
farið hafa utan í atvinnuleit eða öðrum tilgangi, hafa
strandað hjer eða annarsstaðar, eru peningalausir og
allslausir. Oftast er reynt að koma þeim heim með
fyrstu ferð. Mörgu af þessu fólki hefur ekki tekist að
afla sjer fjár, frama eða frægðar — en máske lífs-
reynslu, sem reynst getur fjemæt síðar á lífsleiðinni.
I þessum hóp eru karlmennirnir í miklum meiri hluta.
En hvað er um kvenfólkið? ósk »Hlínar« um að
heyra eitthvað um það, er tilefni þessa greinarkoms.
Jeg hef tekið svo eftir, að alt fram á þennan dag, leiti
ungar stúlkur, sem fara utan frá íslandi, frekar hing-
að til Danmerkur en til annara landa. Ástæðurnar eru