Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 99
min
jafnframt að vekja athygli, liðka og styrkja líkamann,
og kenna að beygja vilja sinn fyrir settum lögum.
Þið vöxnu unglingar, gangist fyrir því að efla heim-
ilisskemtanir og gleymið því ekki að hafa sönginn með,
sem ætíð »göfgar, og lyftir í ljóma lýðanna stríðandi
þraut«. útilokið ekkert leiksystkina ykkar frá þeirri
skemtun, þó það hafi ekki fagra nje fullkomna söng-
rödd, heldur leitist við að laga hana. Syngið ættjarðar-
ljóðin okkar indælu, og lærið ekki einasta fyrstu vísu
af hverju kvæði, heldur þau öll, og altaf fleiri og fleiri.
Það gjörir minst, þó ekki sje hægt að syngja marg-
raddað, hitt er meira vert, ^ð söngurinn hressir bæði
líkama og sál og »hvað ungur nemur gamall temur«.
Jeg býst ekki við, að rímnakveðskapur eigi afturkvæmt
í skemtanir okkar, ,þó verið sje að safna og prenta fer-
skeytlur (sem þá fyrst yrðu veruleg eign þjóðarinnar,
ef þær væru sungnar) og opinberlega hafi verið skor-
að á hvert heimili landsins að taka upp þá þjóðlegu
skemtun, en hraust brjóst hafa þeir haft, er tömdu sjer
hana, og mikið hefur það styrkt lungu smalanna áður,
þegar þeir með hvellu hói og söng soguðu að sjer f jalla-
loftið í djúpum teigum. Það ætti enginn unglingur að
láta það hindra sig frá því að iðka söng, þó hann vanti
tilsögn í þeirri grein, því margur hefur sungið sjer og
öðrum til skemtunar, þó hann hafi enga nótu þekt og
enginn listamaður verið á því sviði.
Kvæðin okkar mörg eru þess efnis, að þau heimta
það að vera sungin, þau eru ort í hrifningu, en njóta
sín ekki til fulls nema í söng, og með engu móti frem-
ur getum við heiðrað minningu skáldanna okkar, kæru,
en að syngja ljóðin þeirra. Þess óska jeg, að þau hljómi
frá hverju íslensku brjósti, sem söngrödd hefur, eldri
sem yngri, seint og snemma, en þó helst innan okkar
eigin heimilisveggja.
Austfirsk lcona.
7
L