Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 12
10
Hlin
láni frá nokkrum heimilum í Austur- og Vestur-Húna-
vatnssýslu«.
Ennfremur leggur nefndin til:
»Að S. N. K. láni 500 kr. til styrktar þessari starf-
semi«.
Var það samþykt af öllum mættum fulltrúum.
Til framkvæmda í þessu máli voru kosnar í nefnd:
Guðríður S. Líndal, Salóme Jóhannesdóttir, Kristín
Gunnarsdóttir, Guðbjörg ólafsdóttir, Elísabet Guð-
mundsdóttir.
Svohljóðandi tillaga frá Halldóru Bjarnadóttur bor-
in upp og samþykt:
»Fundur S. N. K. skorar á Búnaðarfjelag fslands að
hlutast til um að konur landsins njóti styrks úr Verk-
færakaupasjóði ríkisins til innanhúss verkfærakaupa,
á sama hátt og karlmenn fá til kaupa á landbúnaðar-
verkfærum, og er þar sjerstaklega átt við prjóna- og
saumavjelar, vefstóla og spunavjelar.
GarðræTct: Gróa Oddsdóttir, Þóroddsstöðum, Hrúta-
firði.
Hún beindi máli sínu aðallega til húnverskra kvenna,
kvað garðrækt fremur lítið á veg komna hjá þeim, en
vildi að konur tækju nú höndum saman og reyndu að
prýða eitthvað kringum hið veglega skólahús, sem nú
væri nýreist hjá þeim. En engar tillögur komu fram.
Kveðja kom frá kvenfjelaginu »Snót« í Kaldrana-
neshreppi og ósk um að S. N. K. gæti sent því garð-
yrkjukonu næsta vor.
Samþykt að senda svohljóðandi skeyti:
y>Elin Briern Jónsson,
Bókhlöðustíg 7, Reykjavík.
Húnverskar konur á fundi S. N. K. í Reykjaskóla,
senda þjer. hjartans þökk fyrir alt, sem þú hefir gert í
þarfir norðlenskra kvenna. Alúðarkveðja.
Fundwrmn«.