Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 61
I
59
lllín
Greinargerð.
1. Það er alkunnugt, að handavinnan þroskar bæði
huga og hönd barnsins og veitir, rjett notuð, ágæta
undirstöðu í ýmsum verklegum störfum.
Handavinnan er að verða, í áliti almennings, ein hin
sjálfsagðasta skólanámsgrein, heimilin eru mörg að
verða vanmegnug að veita hana, þurfa þar sem ann-
arsstaðar stuðning skólanna. En handavinnukenslan er
mjög á reiki og víða kend þannig, að að mjög litlu
gagni verður til að þroska nemendur og að búa þá
undir lífið. Svo vil jeg t. d. álíta ástatt, þar sem út-
saumur einn er kendur stúlkubörnum, í stað þess að
kenna þeim undirstöðuatriði almenns saumaskapar,
svo að stúlkubörnin geti þjónað sjer. Þá algengt prjón
og hekl, sem getur hjálpað þeim til að laga föt sín og
sinna, ennfremur ýms fataviðgerð. Með því að haga
fræðslunni þannig, veitist þessum verkum álit, bæði
barnanna sjálfra og aðstandenda þeirra.
Það er hin mesta þörf á því nú þegar, að fara að taka
eindregna stefnu í þessum málum, og hún þarf að
koma frá fræðslumálastjórn landsins í þessari náms-
grein sem öðrum, hjer ríkir hinn mesti glundroði, sem
ekki er þessari góðu námsgrein samboðin, og sem ekki
má svo búin standa.
Jeg hef oftar en einu sinni lagt fyrir fræðslumála-
stjómina uppkast að kerfi, sem mjer hefur reynst vel,
bygt á 20 ára æfingu hjer á landi og miðuð við kerfi
handavinnu í nágrannalöndum okkar, en ekkert hefur
enn komið út af þessu, því sný jeg mjer nú til Kenn-
arasambandsins í von um að þá gangi betur. Þetta mál
þolir enga bið. Handavinna er að verða tekin upp um'
alt land, en sín aðferðin á hverjum stað.
í samræmi við það kerfi, sem upp yrði tekið, þyrftu