Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 66
64
TTlin
vatnið.—Við reyrt band er fljótlegast að nota ljerefts-
ræmur til umbindinga. Þær þurfa ekki að vera lengri
en svo, að þægilegt sje að einhnýta þeim utan um hesp-
una. Sömu ræmurnar má nota hvað eftir annað, með
því að sjóða þær á milli. Jeg þvæ hespurnar úr linu
sápuvatni upp úr litnum og skola vel.
Þessa eingirnissokka verður að prjóna á fína vjel,
því þeir þurfa að vera fremur fast prjónaðir. Min vjel
er nr. 6 /2, 85 nálar á hlið. — Fitina eða snúninginn
hef jeg vanalega 25—27 umferðir á meðal-sokk. Snún-
ingurinn þarf að vera fast prjónaður. En allur sokkur-
inn fram að totu er 145—150 umferðir. — Hælinn
prjóna jeg á eftir. — Jeg hef haft þrjár stærðir af
sokkunum.—Það kémur fyrir,aðjeg þarf að rekja sokk
upp vegna þess að gerðin verður of regluleg, það hitt-
ist svo á með reyringuna. Það virðist ekki vera hægt
að gefa neinar ákveðnar reglur fyrir aðferðinni við
að reyra, svo maður komist hjá þessum óþægindum. —
Sokkarnir eru að meðaltali 7 lóð á þyngd. Jeg hef tekið
0.75 fyrir að prjóna þá. Eftir að búið er að prjóna
sokkinn má ekki bleyta hann, því verður að hafa band-
ið mjög vel hreint og fara hreinlega með það í prjóni
og viðgerð. Loks eru sokkarnir pressaðir með deigu
stykki, jeg hef ekki notað sokkatrje, en vel má vera að
það sje fljótlegra, þá eru sokkarnir »dampaðir« á því
og hengdir upp til þerris á trjenu. Jeg hef látið stopp-
garnshönk fylgja þeim sokkum, sem jeg hef selt.
Sólveig Rögnvaldsdóttir.
Kaupið isletiskar vörur.
Það eru ekki svo fáar íslenskar vörutegundir komn-
ar á markaðinn á seinni árum, vörum, sem að engu
leyti standa erlendum vörum að baki.
Sumar af iðngreinum þessum eiga erfitt uppdráttar,