Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 95
Hlín
93
máli, en fáar eða engar konur látið í ljós álit sitt um
það, þá ætla jeg að lýsa hugmynd minni n stuttu máli.
Gæti það orðið til þess, að konur færu að hugsa meira
um þetta en verið hefui’, og jafnframt láta í ljós álit
sitt um það, þá þættist jeg ekki hafa skrifað til ónýtis.
Jeg hef hugsað mjer stærð eldhússins 4 metra á
livern veg, með glugga mót vestri, matargeymslu í
kjallara undir eldhúsinu og hús fyrir eldsneyti áfast
því. Dyr á suðurvegg eða austurvegg eða hvorttveggja,
eftir því hvernig til hagar með íbúðina.
í þessari lýsingu er gengið inn í eldhúsið að sunnan,
tæpan metra frá vesturvegg (útvegg). Er þá fyrst
eldavjelin til hægri, rjett við dyrnar, laus frá vegg, svo
hægt sje að þurka bak við hana. Kemur það sjer oft
vei. — Austur við vegginn er æskilegt að hafa afþiljað
pláss til geymslu (ca. 1X2 metra) með hillum. þar
mætti geyma sykur o. f 1., sem ekki má vera í raka.
Framhlið þessarar kompu má vera ca. 30 cm. lengra
norður en hún sjálf, í horni því, er þar myndast, sjeu
hillur til að láta á smápotta og önnur slík ílát. — Norð-
an við geymsluna er vatnskrani, skólpskál og þvotta-
skál. Með vesturvegg er eldhúsbekkurinn og tekur hann
yfir þvert húsið. Undir honum eru skápar og hólf fyrir
stærstu potta og skúffur fyrir hrísgrjón, hafragrjón,
hveiti o. fl. Skápar yfir bekkendum fyrir leirtau og
diskarekk hjá glugganum. — Stiginn ofan í kjallarann
við norðurvegginn, rjett við eldhúsbekkinn; yfir stiga-
gatinu ljettur og traustur hleri.
Ef þessi ófullkomna lýsing finnur náð fyrir augum
»Hlínar«, þá bið jeg tilvonandi lesendur að athuga það,
að'varla er hægt að gera ráð fyrir, að hver hlutur sje
settur nákvæmlega á þann stað, sem til er tekinn í lýs-
ingunni, því það fer eftir gerð alls hússins og geð-
þekkni hvers eins, heldur er þetta ábending um það,
hvernig innrjetting eldhúss eigi að vera, hvað þar