Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 43
Hlin
41
með móður sinni. f huganum gladdist jeg við þá hugs-
un, að nú myndi erfiðleikunum að mestu lokið, og kon-
an gæti nú átt í vændum næðisama og góða elli í skjóli
barna sinna, sem nú voru öll uppkomin.
Þegar mjer var fylgt til dyra, segir húsmóðirin við
mig: »Mikið á hún Guðrún bágt að vera orðin stein-
blind«. Þessi ummæli komu svo átakanlega við mig, að
jeg hef ekki getað gleymt þeim síðan. Þó jeg gæti ekki
annað en dáðst að kjarki og lífsgleði blindu konunnar,
vorkendi jeg henni meir en orð fá lýst að hafa orðið
fyrir þessari þungu rauii. Og jeg fór að hugsa um,
hvort ekki rnundi hafa verið unt að afstýra þessu,
hefði ráð verið tekið í tíma. — Mundi ekki hafa verið
hægt að bjarga sjóninni, ef konan hefði t. d. snemma
farið að nota gleraugu?
Jeg hef heyrt að amerískir læknar hvettu mjög til
að no^a snemma gleraugu til þess, með fram, að hlífa
sjóninni og varðveita hana. —
Dæmi munu' til þess hjer á landi, að menn hika við
að nota gleraugu fyr en seint og síðar meir, þó þess
sje full þörf, og missa svo, ef til vill, sjónina þess
vegna, að meira eða minna leyti.
Aftur veit jeg þess dæmi, að manni, sem um fertugs
aldur hafði talsvert daprast sýn, hafði ekki frekar förl-
ast sjón til sjötugs aldurs. En síðustu áratugina hafði
hann altaf notað gleraugu. Að sjálfsögðu þurfa gler-
augu að vera notuð og fengin að læknisráði.
Vel má vera, að læknar vorir hafi eitthvað skrifað
um þetta mál mönnum til hvatningar og leiðbeiningar,
en væri það verk óunnið, ætti ekki svo að verða fram-
vegis. — Það er seint að byrgja brunninn þegar barnið
er dottið ofan í.*)
*) Einn af okkar mest metnu augnlseknum hefur látið þess
getið í viðtali, að allir ættu að leita augnlæknis 47—48 ára