Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 59
. Hlín
57
feðrum og börnum, og sýnir fram á, hve lítið stofnfje
þurfi til að koma upp búð fyri'r innlenda vinnu, og hve
lítið þurfi að versla til þess að 10% ágóði gefi nægilegt
til lífsframfæris. Hann verður skáldlegur, þegar hann
fer að tala um »sönglist rokksins« sem hina elstu ind-
versku sönglist. —
Gandhi tókst að vekja alþjóðar hrifningu í þessu
efni. Hefðarfrúr í stórborgunum fóru að spinna auk
heldur aðrir. Bæði Hindúar og Múhameðstrúarmenn
lofuðu að nota eingöngu heimaunnin efni. Tískan tók
höndum saman við Gandhi og hjálpaði til. Khaddar
eða Khadi (hið heimaspunna og heimaofna baðmullar-
efni). þótti mjög smekklegt og pantanir streymdu svo
að hvaðanæfa, að til vandræða horfði um að geta full-
nægt allri þeirri eftirspum.
Eins og kunnugt er leggur vestræn menning og
mentastofnanir yfirleitt litla stund á að kenna nem-
endum nokkra vinnu eða handiðnað, en hugsa meira
um að þroska skilninginn og sálargáfurnar. Þar er
Gandhi á öndverðum meið. Hann krefst að handavinna
allskonar og iðnaður sje skyldunámsgrein allra skóla,
alt frá lægstu deildum -barnaskólanna. Hann álítur
þarflegt, að barnið borgi skólagjald sitt með spuna, og
læri á þann hátt að sjá fyrir sjer sjálft og vinna að
efnalegu sjálfstæði. Gandhi segir, að það sje algerlega
óhæfilegt að hugsa aðeins um bóklega mentun hjá
þjóð, þar sem 80 af hverjum 100 eru bændur og 10 af
hundraði iðnaðarmenn.
Þegar Gandhi var handtekinn og settur í fangelsi
1922, sendi hann þjóðinni skilnaðarkveðju og endar
hana með þessum orðum: »Gleymið ekki þeim fjórum
hornsteinum, sem Swaraj eða sjálfstjórn stendur á:
Ofbeldisleysi, sameining þjóðflokkanna, rjettindi
stjettarleysingjanna dg svo mikil framleiðsla af hand-