Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 104
102
Illín
ur ennþá starfað með sömu reglugerð, þá ætla jeg að
geta um helstu atriði hennar.
Námstími skólans er 9]/2 mánuður. Telst skólaárið
frá 15. sept. til júníloka. Skal skólinn sniðinn eftir
fyrirmyndar sveitaheimili. Nemendur skulu taka þátt
í heimilisverkum þeim, sem þýðingu hafa fyrir verk-
legt nám þeirra. Eiginhandar umsókn um inntöku
sendist forstöðukonu skólans fyrir 14. maí. Umsækj-
endur sjeu ekki yngri en 18 ára. Umsókninni fylgi
heilbrigðisvottorð. Hver námsstúlka skal, er hún kem-
ur í skólann, greiða helming skólagjaldsins og setja
tryggingu fyrir, að hinn helmingur þess verði greidd-
ur á miðju skólaári.
Bóklegar námsgreinar eru: íslenska, stærðfræði,
næringarefnafræði, og ennfremur lítið eitt í efna- og
eðlisfræði. Heilsufræði ásamt sjúkrahjálp í viðlögum.
Garðyrkja. Þjóðfjelagsfræði.
Verklegar námsgreinar: Matreiðsla, almenn og
fínni, bökun, pilsugerð, sláturgerð og ýmisleg mat-
vælageymsla, mjólkurmeðferð (smjör-, skyr- og osta-
gerð). Einnig læra námsmeyjar að fara með ýmiskon-
ar grænmeti, bæði til geymslu og matreiðslu og safta
og mauka ber og tröllasúru (Rabarbara).
Hannyrðir: Fatasaumur, ljereftasaumur, ýmiskonar
útsaumur.
Önnur heimilisstörf: Húsræsting, þvottur, línsljett-
un og sterking, fatahreinsun. Að leggja á borð og
ganga um beina. — Námsmeyjar hafa, auk þess sem
hjer er talið, fengið tilsögn í fleiri bóklegum og verk-
legum námsgreinum, ef þær hafa óskað eftir því.
Skólakostnaður: Skólagjald heíur verið kr. 75.00.
Sameiginlegt mötuneyti hefur verið í skólanum, nema
fyrstu tvo veturna, og hefur kostnaðurinn verið rúmar
40 kr. á mánuði. — Verkefnakostnaður er nokkuð mis-
jafn, fer það mjög eftir því úr hvaða efni námsmeyj-