Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 90
88
Hlin
þá þegar snúið sjer til þess með kröfur og tillögur
kvennaþingsins. Stjórn Kvenfjelagasambands íslands
sótti um kr. 15000.00 til starfsemi sinnar. Var hugsun-
in fyrst og fremst sú, að koma á kenslu fyrir kenslu-
konur í hússtörfum og heimilisfræðslu, er gætu tekið
að sjer kenslu í húsmæðraskólunum, sem þegar eru
stofnaðir og ennfremur umferðarkenslu, sem bæði
mætti koma á í sambandi við heimavistar-barnaskól-
ana, og með námsskeiðum í þorpum og sveitum fyrir
unglinga og fullorðna. Við bindum okkur ekki ein-
göngu við matreiðslu-kenslu, við viljum kenna fata-
saum og garðrækt; að þessu eru kvenfjelög sveitanna
þegar farin að starfa. Fjárveitinganefnd Neðrideildar
virtist öll vera fylgjandi þessum fjelagsskap; þó sá
hún sjer ekki fært að taka upp neina fjárveiting til K.
í. En við aðra umræðu fjárlaganna í Neðrideild, tók
alþingismaður Jón ólafsson málið upp, þó með þeim
breytingum, að hann færði niður styrkinn í kr. 10.000
og lét fjárveitingar til kvenfjelagasambanda héraðanna
koma inn á þessa fjárveitingu til Kvenfjelagasambands
fslands. Virðist það mjög sanngjarnt, að styrkveiting-
ar til hinna ýmsu kvenfjelaga og kvenfjelagasambanda
færu allar í gegnum hendur Kvenfjelagasambands fs-
lands.
Þingmenn Neðrideildar voru þessari málaleitan
kvenna hlyntir, töldu hana rjettmæta og sanngjarna.
Greiddu allir Sjálfstæðismenn og margir Framsóknar-
menn henni atkvæði upp úr deildinni, en Jafnaðar-
menn voru málinu andvígir. — Efrideild fór verr með
okkur; hún breytti styrk-fyrirkomulaginu til kvenfje-
lagasambandanna í gamla formið, og veitti aðeins kr.
2000.00 til K. f. Þó viðurkendi deildin þörf og rjett-
mæti þessa fjelagsskapar, en orðin tóm eru okkur ekki
nóg. Voru þó Sjálfstæðismenn og nokkrir Framsóknar-
menn með okkur. En trje fellur ekki við fyrsta högg.