Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 110
108
Hlín
og mánuðum saman. Nú var komið á annað ár, síðan
hann hafði nokkuð af henni frjett.
Þegar þessi saga gerðist, var Jóhann læknir við
sjúkrahús eitt nærri Washington. Það var komið fram
á haust, hríðarveður og dapurt út að líta. Læknirinn
var að ganga á milli sjúkrarúmanna. Þá vindur sjer
maður inn í herbergið og spyr eftir Wilkins lækni. »Jú,
hann er hjer, hvað er yður á höndum, maður minn?«
spyr læknir. »Jeg á, því miður, að taka yður fastan og
fara með yður til Washington«, svaraði aðkomumaður.
Læknirinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, og segir
að hjer muni vera um misskilning að ræða. En her-
maðurinn tekur skjal upp úr vasa sínum og fær lækn-
inum. Nei, þar er ekki um að villast. Brjefið hljóðaði
þannig: »Sýnið brjef þetta Jóhanni Wilkins lækni í 4.
herdeild, takið hann til fanga og færið hann hingað
tafarlaust«. A. Lincoln.
Jóhann læknir fölnaði upp. »Hvernig víkur þessu
við«, sagði hann. — »Það er mjer ókunnugt um«, svar-
ar sendimaður þurlega. »En nú verðum við að leggja
af stað samstundis«.
Læknirinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Á leiðinni til
Washington hugsaði hann mál sitt. Yfirsjónir hafði
hann að sjálfsögðu drýgt, en hvorki fleiri nje stærri en
aðrir ungir menn. Hann átti bágt með að trúa því, að
nokkur af þessum smásyndum hefði komist forsetan-
um til eyrna, nje að hann hefði tekið hart á þeim, þó
svo ólíklega hefði til tekist. Nei, þetta var alt gersam-
lega óskiljanlegt.
Læknirinn var í haldi um nóttina, en næsta dag var
hann leiddur fyrir forsetann. »Eruð þjer Jóhann Wil-
kins læknir?« spyr forseti. — »Já, herra forsetk. —
»Hvaðan eruð þjer ættaður?« — «Frá Brekku í Ohio«.
— »Eigið þjer nokkra nákomna ættingja á lífi ?« —
»Af nákomnum ættingjum er engin nema móðir mín