Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 89
Hlin
87
fræðslu í sveitum. Við viljum koma á umferðakenslu í
sveitum og þorpum, við viljum fjölga húsmæðraskólum
í landinu. En umfram alt viljum við koma á skóla fyrir
kenslukonur í húsmæðrafræðum; þar á að kenna allar
þær námsgreinir, sem þær konur eiga að kunna, sem
vilja verða kennarar og leiðbeinendur meðal alþýðu,
jafnt í sveitum, bæjum og þorpum. — Jeg vil ennfrem-
ur benda á, að konur, mentaðar í þessum skóla, eiga að
sitja fyrir ráðskonustöðum í spítölum og skólum
landsins.
Húsmæðraskólarnir, og þá ekki síst kennaraskólinn
eiga að vera menningarstöðvar fyrir konur og á þann
hátt efla hagsæld landsins. Þar á að ríkja þekking og
ráðdeild, þar á að endurfæðast og endurbætast íslensk
matargerð. Jeg vil í því sambandi aðeins minna á ís-
lenska hangikjötið, sem allir þykjast kunna að fara
með, en í augum hugsandi manna er meðferðin og út-
litið á því, eins og það kemur þrásinnis úr sveitunum
á markaðinn hjer í Reykjavík, hámark vanþekkingar-
innar. — Þessu fáum við ekki kipt í lag nema með
meiri mentun og þekkingu húsmæðranna. En grund-
völlurinn undir skólum okkar á að vera sú menning,
sem þjóðin hefur lifað á fram á síðustu tíma.
Þá kem jeg að stofnun Kvenfjelagasambands fs-
lands. Það var 21. janúar 1980 að 19 konur, kosnir
fulltrúar kvenfjelagasambanda víðsvegar um land,
komu saman í Kaupþingssalnum í Eimskipafjelagshús-
inu í Reykjavík og settu þar fyrsta fund sinn. Er þetta
fyrsta kvennaþing með þeim hætti, er háð hefur verið
á íslandi. Það stóð til 2. febrúar eða í 12 daga, og hafði
reglubundna fundi þennan tíma, nefndir og nefnda-
störf. Samdi það lög fyrir Kvenfjelagasambandið, kaus
stjórn og skipaði fyrir verkum með samþyktum til-
lagna.
Alþingi 1930 var þá nýsett, svo að stjórn K. f. gat