Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 80
gagni kæmi að láta nemendur vinna með tækjum og út-
búnaði, sem vitanlegt er, að einyrkjar og bændur al-
ment geta ekki veitt sjer. Verður ávalt að gæta þess,
að það sem kent er, geti orðið nemöndum örugg hjálp í
lífsbaráttunni.
í handavinnu verður mest áhersla lögð á fatasaum,
vefnað og prjón. Þessar tegundir handavinnu eru ekki
aðeins hverri konu nauðsynlegast að kunna, heldur
sýnir reynslan, að ungar stúlkur læra þessa handa-
vinnu síst á heimilunum. Það er altítt að þær kunni
allskonar útsaum og fínar hannyrðir, er þær koma í
húsmæðraskóla,en miklu sjaldgæfara, að þær kunni að
sauma sjer föt eða vefa. Þarf þó ekki um að villast,
hvors lífið geri meiri kröfur til. Um vefnað er þessi
vankunnátta eðlileg, því hann hefur lagst niður um
hríð. En við teljum vefnaðarkunnáttu litlu ónauðsyn-
legri en fatasaum, hverju heimili í sveit, og mikla hjálp
efnalegri afkomu manna. Þá þótti rjett að gefa kost á
einhverri kenslu í hannyrðum, en ætlast er til að þær
verði kendar seinni veturinn. Við ætlumst til, að
handavinnunámið ali ekki einungis upp handlægni og
leikni, heldur og virðingu fyrir heimilisiðnaði alment
og skilning á þýðingu hans fyrir sanna og þjóðlega
menningu.
Matreiðslukenslan sje einkum miðuð við dagle&a
matreiðslu, og reynt að láta hversdagsstörfin öll mæta
nemandanum á sem líkastan hátt og þau gera á heimil-
unum. Margar stúlkur fleygja frá sjer öllu, sem þær
hafa lært, er heim kemur af skólunum, af því munur
heimilis og skóla er svo mikill. Hvergi sjest greinilegar
hættan, sem í því felst, að fjarlægja námið lífinu eða
skólana heimilunum.