Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 31
Hlín
29
neytni þeirra og nægjusemi má ráða nokkuð um upp-
eldislega þýðingu ástæðanna, þjettbýlisins og fátækt-
arinnar. Meðal efnaðri manna í Kína eru eflaust eins
margir nautnaseggir og í nokkru öðru landi, og hvergi
mun vera borið jafnmikið í matarveislur og einmitt
hjer. Það er talin ljeleg veisla, ef ekki eru fram-
reiddir að minsta koSti 12—14 rjettir matar. Ýtarleg
frásaga um kínverska matreiðslu yrði langt mál og
margbreytilegt, hún er svo gjörólík því, sem við höf-
um átt að venjast.
Kjöt og grænmeti er bitað sundur í munnbita, áður
en það er soðið, með tilliti til matprjónanna, auðvitað.
Hnífur og gaffall eru hjer óþekt verkfæri. Með ýms-
um olíum tekst að gera matinn óvenjulega ljúffengan.
Hrísgrjónin eru soðin í vatni, en það er ekki hrært í
þeim. Potturinn er byrgður og grjónin látin sjóða
þangað til vatnið er algerlega gufað upp. Ekkert er
látið út í þau, hvorki salt nje sykur, þau eiga að vera
heil, þrútin og límkend.
Te er kínverskt orð, því teið er upprunalega komið
frá Kína, og hefur verið þar þjóðdi’ykkur um aldir.
Te er ekki aðeins notað í staðinn fyrir kaffi heldur til
drykkjar alment. Það er sjaldgæft að Kínverjar
smakki ósoðið vatn, munu þeir hafa lært af biturri
reynslu, að í jafn heitu og þjettbýlu landi berast sýkl-
ar með neysluvatni'nu, en af því soðið vatn er bragð-
dauft, hafa þeir fundið upp á því að láta ofurlítið af
þurkuðu laufi af tetrjenu út í það..Ekki bæta þeir teið
með sykri, en kökurnar eru mjög sætar, á það miklu
betur saman, heldur en þegar hvorttveggja er sætt,
drykkurinn og brauðið.
Venjulega er maturinn soðinn við gufu. Nota Kín-
verjar nákvæmlega þá aðferð, er gufupotturinn, sem
umtalaður er í Hlín 14. árg. gefur skýra hugmynd um.
Brauð er undantekningarlaust gufubakað, og er mjög