Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 124
122
tílln
skeggjar skemta sjer á ýmsan hátt, við ræðuhöld, söng,
íþrótta.sýningar, kappróður, fjallasig o. s. frv.
Þá er Herjólfsdalur, sem er umluktur fjöllum á þrjá
vegu, skrýddur eftir bestu föngum með blómum og
lyngi. Tjöldum svo hundruðum skiftir er komið fyrir
hingað og þangað umhverfis spegilsljetta Daltjörnina,
og Blátindur með blaktandi íslenskan fána á efsta
hnúki sínum, gnæfir hátt yfir eins og vörður þessa
fegursta blettar eyjanna.
Er rökkva tekur, er dans stiginn í dalnum við
bjarma af brennu, sem lýsir upp nær allan Ilerjólfs-
dal og flugeldum og skrautljósum rignir yfir. Þá loga
ljós í hverju tjaldi og svo er til að líta eins og sjái inn
í álfheima.
Borðið sild.
Það er ekki vansalaust fyrir okkur íslendinga,
hversu lítið við hagnýtum okkur síldina til matar, jafn
ódýr og næringarmikil fæða sem hún er.
Árlega er flutt inn í landið allskonar léttmeti, niður-
soðið, fyrir svo tugum þúsunda króna skiftir, í stað
þess að nota okkar ágætu síld, sem matreiða má á
margvíslegan hátt og búa til úr hina ljúffengustu
rjetti.
Nú eru alvarlegir tímar framundan, kreppan er
skollin ýfir okkur sem aðrar þjóðir. Allar afurðir okk-
ar hafa stórfallið í verði og sumar sama sem verð-
lausar.
Það eina, sem getur bjargað okkur yfir þessa erfiðu
tíma, er það að kaupa sem allra minst inn í landið og
reyna að lifa sem mest á okkar eigin framleiðslu.
Síld hefur veiðst með meira. móti á þessu ári, en eft-