Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 42
40
Hlín
framfærslu fátækum sjúklingum þar sem er Minning-
argjafasjóður Landsspitalans. Hann er nú um 180.000
kr., stórfje eftir vorum mælikvarða.
Það vita allir læknar, sem starfað hafa við spítala,
að ekki er alt fengið með húsinu og öllum útbúnaði
þess, þó hvort tveggja'sje nauðsynlegt. Menn reka sig
á, að geigvænleg óvættur liggur í dyrum hvers sjúkra-
húss og bannar fjölda sjúklinga inngöngu. — Það er
fátæktin. — Það má að vísu segja, að sveitin eða land-
ið geti borgað fyrir fátæklingana, en svo er fyrir þakk-
andi, að margir forðast í iengstu lög að verða ósjálf-
bjarga sveitarlimir. Konurnar hafa nú rjett þessum
mönnum hjálparhönd. Með tímanum verður hún von-
andi svo sterk, að hún rekur fátæktina burtu úr dyrum
Landsspítalans!
Hafi konurnar hjartans þakkir frá mjer og öllum
góðum mönnum fyrir alt sitt erfiði og starf í þágu
Landsspítalans, og ekki síst fyrir það að hafa opnað
hann fyrir fátæklingunum!«
(Að-mestu eftir »Læknablaðinu«).
Bending.
Fátt ber ömurlegra fyrir augu manns en að sjá
erna og hraustlega menn, sem mikið virðist eftir af,
hafa mist sjónina löngu áður en líkamskraftarnir eru
þrotnir að öðni leyti.
Jeg kom nýlega á ókunnugt heimili, og átti þar
langa stund tal við konu, er var svo málhreyf, fjörug
og ungleg, að mjer datt ekki.í hug að neitt sjerstakt
gæti amað að henni. Fyrir mörgum árum hafði jeg
þekt til hennar, og vissi að hún hafði oft átt örðugt
uppdráttar og lifað um mörg ár við sára fátækt.
Yngsta dóttir hennar, um fermingaraldur, var þama