Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 34
32
HUn
þurfandi fyrir fullkomna hvíld, ekki einungis fyrstu
klukkutímana eftir fæðinguna heldur í marga daga.
En þessa nauðsynlegu hvíld fá ekki þær konur, sem
verða sjálfar að annast bæði sig og börnin sín. Börnin
eru oft óvær, og þó þau sjeu það ekki, þá þreytir það
mæðurnar samt að annast þau. Meira að segja þreytir
það flestar sængurkonur, ef börnin liggja í rúminu hjá
þeim, þó þær þurfi ekkert að skifta sjer af þeim.
Þá er von að lítið verði úr, að konan hirði sjálfa sig,
jafnvel þó hún sje fjölbyrja, og farin að hafa nokkra
þekkingu á því. Það er minst að þvo sjer í framan og
koma ofan í sig matnum, þó verðu.r margri konunni
það fullerfitt fyrstu dagana. Það að hirða alla fæðing-
arparta, svo vel sje, er mörgum sinnum meira verk.
öll vanræksla hefur þar ill eftirköst, t. d. skal jeg
nefna brjóstameinin, sem ennþá koma stöku sinnum
fyrir og eru venjulega að kenna vanhirðu á brjóstun-
um, annaðhvort að þau hafa ekki verið nógu vel mjólk-
uð, meðan stálmi var í þeim og næstu dagana þar á
eftir, eða af vanhirðu á sprungnum geirvörtum.
Margar sængurkonur í sveitum mjólka svo mikið
umfram það sem barnið torgar 3., 4. og 5. dag sængur-
legunnar, að þeim væri ómögulegt að mjólka sig nægi-
lega sjálfar, jafnvel þó þær hefðu brjóstaglös og kynnu
að nota þau. Neyðarúrræði þeirra, sem svo mjólka, og
hafa enga hjúkrunarkonu, er þá það að fá einhvern á
heimilinu til að sjúga sig með munninum, svo verður
kylfa að ráða kasti um hvernig það heppnast, en sárt
er að láta sprungnar geirvörtur nuddast við tennur.
Að fá sprungnar geirvörtur geta reyndar flestar
konur fríast við með því einfalda ráði að þvo þær dag-
lega um meðgöngutímann úr hreinu vatni og góðri
sápu og bera svo á þær brensluspíritus um leið og þær
eru þerraðar. Sje þessum ráðum rækilega hlýtt síðustu
vikur meðgöngutímans, munu geirvörturnar ekki