Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 47
45
HUn
söguleg rök til að segja, hvað þessi list er gömul, eða
hvaðan hún er upprunnin í byrjun. Það veit líklega
enginn. Mjer er ekki kunnugt um, að hennar sje getið
í gömlum ritum eða öðrum heimildum frá fyrri öldum.
Væri þó þörf að rannsaka það, því að hugsast gæti, að
um laufabrauð væri getið í einhverjum gömlum heim-
ildum. En hitt er víst, að hún hefur verið stunduð hjer
norðánlands öldum saman, jafnhliða stafabrauðinu,
sem mun hafa verið algengt um land alt, en sem nú er
alveg horfið. Það er líka efni, sem þarf að rannsaka.
Þó að telja megi víst, að það sje komið frá útlöndum,
því að þar mun stafabrauð hafa verið algengt hjá
ýmsum þjóðum. En aftur er víst ekki kunnugt um, að
nokkur þjóð hafi búið til laufabrauð — í nokkurri
mynd — og mun sú list því vera alíslensk að uppruna,
og því enn meiri þörf að halda henni við og eins að
rannsaka aldur hennar og uppruna.
Það er venja, að búa til laufabrauðið einhvern dag. í
vikunni fyrir jólin, og er sá dagur nefndur laufa-
brauðsdagur. Er talið betra, að það hafi verið geymt
nokkra daga, áður en það er borðað, því að við geymsl-
una mýkist það. Eru þami dag öll störf lögð til hliðar
á heimilinu, nema matreiðsla og skepnuhirðing, því að
flest eða alt heimilisfólkið hjálpar til við brauðgerðina.
í laufabrauð er valið gott hveiti. En áður en hveitið
var alment til notkunar í brauð, var laufabrauð búið
til úr mjöli. Var kornið malað eins' vel og hægt var í
kvöm. En þá voru kvarnir til á ílestum eða öllum
heimilum. Þá var mjölið sigtað vandlega og síðan
notað til laufabrauðsgerðar. En ekki var brauðið eins
gott úr mjölinu, og lakara að skera það, heldur en það,
sem úr hveiti var gjört.
Skal nú reynt að lýsa laufabrauðsgerðinni að nokkru.
Hveitið er tekið og sett í trog og síðan vætt með
mjóik. Ef ekki er mjólk til, er notað vatn. En mjólkin