Hlín - 01.01.1931, Blaðsíða 25
Hlín
23
styrk foreldra eða annara, verði að fara sparlega og
komast að með lítið, meðan á náminu stendur, er sjálf-
sagt og eðlilegt; þau kjör batna venjulega að námi
loknu. En kjör saumastúlknanna og ýmsra annara
bera ekki í skauti sjer glæsilega framtíð. Og svo vofir
yfir þeim ógnandi hönd, sem heitir: veikindi, atvinnu-
leysi o. s. frv.
Ef þetta greinarkom kemur fyrir augu einhverra
stúlkna, sem hafa hug á því að komast hingað til Dan-
merkur, vildi jeg mega benda þeim á það, sem hjer
segir, og sem raunar nær að miklu leyti til slíkra ut-
anferða til annara landa.
StúlkUr, sem vilja stunda hjer eitthvert nám, ættu
ekki að fara að heiman, nema hafa vissu fyrir því fje,
sem þær þurfa meðan á náminu stendur, og helst til
að komast heim að náminu loknu. Margir, konur og
karlar, sem nám vilja stunda, gera sjer von um styrk
úr Sambandssjóði (Dansk-islandsk Forbundsfond).
Enda hafa margir notið góðs af þeim styrk. En um-
sóknirnar eru svo margar, að ekki nægir það, sem ár-
lega er veitt, nema til þess að veita • styrk nokkrum
hluta umsækjendanna. Því ber að varast að telja von-
ina, um styrk nokkra vissu. Betra er umsækjanda að
fresta ferðinni, þar til vissa er fengin um, hvort styrk-
urinn fæst eða eigi, og þá hve hár. Að fara út í óvissu
og standa svo máske uppi allslaus, er hvorki viturlegt
nje skemtilegt fyrir þann, sem í slíku lendir.
Sumir heima halda, að stúlkur, sem langar til að
nema eitthvað, geti fengið hjer pláss hálfan daginn,
unnið sjer þannig fyrir fæði og húsnæði, en stundað
námið hinn helming dagsins. Jeg fortek ekki, að slíkt
hafi tekist og geti tekist. En það eru algerðar undan-
tekningar. Að jafnaði er elcki hægt að komast hjer að
slíkum kjörum.
Þá er fólk, sem kemur hingað til að leita sjer at-