Dvöl - 01.07.1942, Page 42

Dvöl - 01.07.1942, Page 42
200 DVÖL Það er eins og við og við fari hrollur um skóginn. Hann stynur, og uppi í loftinu heyrist vængja- þytur fuglanna, sem ekki haldast lengur við norður frá og eru á suðurleið. Þeir eru á flótta og gera aðra vara við sig með sorg- þrungnu kvaki. Gæsir, storkar og flammingóar eru þarna á ferð. Drengur heyrir þá kveðja og finn- ur, að hann er heimilislaus eins og þeir. Drengur heyrir líka fótatak spendýranna, þekkir það og veit, hvaða dýr eru þarna á ferð. Um- ferðin heldur áfram alla nóttina. Dýrin eru að yfirgefa skógana norður frá og leita sér að hlýrri dvalarstað. Þarna fara langar raðir af frumfílum og nashyrning- um. Þeir eru rennvotir og svangir og hrista eyrun við og við. Fíllinn snýr upp á ranann og hóstar, svo að bergmálar í skóginum. Hellis- ljónið er kvefað, hnerrar vesæld- arlega og þurrkar sér um augun á eftir með öðrum framhramm- inum. — Á eftir koma stórir hópar annarra dýra. Svipdaufar gasellur fara í stórum hópum. Þær eru lit- litlar, eins og tunglskinsblettir undir laufþaki skógarins. Með þeim eru hestar og Ökapar. Fótatak þeirra heyrist ótt og títt. Lenda- lágar, þefillar hýenur eru líka á ferð. Hingað og þangað í hópun- um læðast rándýrin áfram. í nótt óttast dýrin ekki hvert annað. Þau eru á flóttá undan svipu norðursins. Gíraffinn vaggar höfð- inu á sínum langa hálsi. Hann er þögull og rólegur og sópar^visnu laufi niður úr trjákrónunum. Einn fílanna staðnæmist, hugs- ar sig um, snýr síðan við og held- ur aftur norður á bóginn. Það er mammútinn, loðfíllinn. Fyrir hon- um liggur að verða merkileg skepna. Fáein önnur dýr eru kyrr, og þeirra bíða ekki góðir dagar. Hreindýrið stendur undir tré og skilur ekki, hvað er að gerast. Moskussauðurinn hefir allt í einu orðið ruglaður og leggur af stað beint í norður, anar áfram eins og hver annar dauðans sauður. Björninn er stuttur í spuna, en hann hefir ekki hugsað sér að flytja. Hann rótar saman visnu laufi og gerir sér bæli. Það er hrollur i honum, og hann ætlar að sofna. Greifinginn og brodd- gölturinn fara að dæmi hans, grafa sig niður í jörðina og ætla að bíða betri tíma. Nálægt miðnætti sér Drengur, að það tindra tvö grænleit ljós inni á milli trjánna utan við bál- ið, og hann sér móta fyrir tveim- ur ægilegum vígtönnum. Þarna er sverðberinn á ferð. Hann er ekki hræddur við eldinn þessa nótt. Sofandi mennirnir við bálið verða varir við návist hans. Þeir taka að barma sér og vola í svefnrof- unum, og Drengur finnur hita- straum leggja um sig allan. Höf- uðóvinurinn er í grennd. En sverðberinn deplar augunum ein- manalega og fer. Vatnið rennur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.