Dvöl - 01.07.1942, Qupperneq 42
200
DVÖL
Það er eins og við og við fari
hrollur um skóginn. Hann stynur,
og uppi í loftinu heyrist vængja-
þytur fuglanna, sem ekki haldast
lengur við norður frá og eru á
suðurleið. Þeir eru á flótta og
gera aðra vara við sig með sorg-
þrungnu kvaki. Gæsir, storkar og
flammingóar eru þarna á ferð.
Drengur heyrir þá kveðja og finn-
ur, að hann er heimilislaus eins
og þeir.
Drengur heyrir líka fótatak
spendýranna, þekkir það og veit,
hvaða dýr eru þarna á ferð. Um-
ferðin heldur áfram alla nóttina.
Dýrin eru að yfirgefa skógana
norður frá og leita sér að hlýrri
dvalarstað. Þarna fara langar
raðir af frumfílum og nashyrning-
um. Þeir eru rennvotir og svangir
og hrista eyrun við og við. Fíllinn
snýr upp á ranann og hóstar, svo
að bergmálar í skóginum. Hellis-
ljónið er kvefað, hnerrar vesæld-
arlega og þurrkar sér um augun
á eftir með öðrum framhramm-
inum. — Á eftir koma stórir hópar
annarra dýra. Svipdaufar gasellur
fara í stórum hópum. Þær eru lit-
litlar, eins og tunglskinsblettir
undir laufþaki skógarins. Með þeim
eru hestar og Ökapar. Fótatak
þeirra heyrist ótt og títt. Lenda-
lágar, þefillar hýenur eru líka á
ferð. Hingað og þangað í hópun-
um læðast rándýrin áfram. í nótt
óttast dýrin ekki hvert annað.
Þau eru á flóttá undan svipu
norðursins. Gíraffinn vaggar höfð-
inu á sínum langa hálsi. Hann er
þögull og rólegur og sópar^visnu
laufi niður úr trjákrónunum.
Einn fílanna staðnæmist, hugs-
ar sig um, snýr síðan við og held-
ur aftur norður á bóginn. Það er
mammútinn, loðfíllinn. Fyrir hon-
um liggur að verða merkileg
skepna. Fáein önnur dýr eru kyrr,
og þeirra bíða ekki góðir dagar.
Hreindýrið stendur undir tré og
skilur ekki, hvað er að gerast.
Moskussauðurinn hefir allt í einu
orðið ruglaður og leggur af stað
beint í norður, anar áfram eins og
hver annar dauðans sauður.
Björninn er stuttur í spuna, en
hann hefir ekki hugsað sér að
flytja. Hann rótar saman visnu
laufi og gerir sér bæli. Það er
hrollur i honum, og hann ætlar
að sofna. Greifinginn og brodd-
gölturinn fara að dæmi hans,
grafa sig niður í jörðina og ætla
að bíða betri tíma.
Nálægt miðnætti sér Drengur,
að það tindra tvö grænleit ljós
inni á milli trjánna utan við bál-
ið, og hann sér móta fyrir tveim-
ur ægilegum vígtönnum. Þarna er
sverðberinn á ferð. Hann er ekki
hræddur við eldinn þessa nótt.
Sofandi mennirnir við bálið verða
varir við návist hans. Þeir taka
að barma sér og vola í svefnrof-
unum, og Drengur finnur hita-
straum leggja um sig allan. Höf-
uðóvinurinn er í grennd. En
sverðberinn deplar augunum ein-
manalega og fer. Vatnið rennur