Dvöl - 01.07.1942, Page 43

Dvöl - 01.07.1942, Page 43
DVÖL 201 niður úr röndóttum feldi hans. Honum er kalt, og líklega finnst honum rándýrshjarta sínu mis- boðið, að hann skyldi finna þá grimmd, sem er ennþá miskunn- arlausari en sú grimmd, sem honum er í brjóst borin. Drengur hugsar stöðugt um, hvað allt hafði verið gott áður, og hann ákveður að finna anda kuldans og gera út af við hann. Þannig vill hann hefna sín og ætt- flokks síns. En minningar mann- anna um hitann og skóginn og ríkulega ávexti á trjám og runn- um, urðu að sögu, sem hver kyn- slóðin sagði annarri. Það er sagan um aldingarðinn í Eden, sagan um hina týndu Paradís, sem menn- irnir höfðu verið sviptir. Síðar um nóttina, nálægt dag- renningu, gerist sá atburður, sem allt. í einu knýr Dreng til þess að hefjast handa. Það skellur á ægi- leg hryðja. Regnið fellur ekki leiagur niður í dropum, það hellist niður í óslitnum straumi. Elding- arnar kljúfa myrkrið, og þrum- urnar drynja yfir rústum skógar- ins. Drengur heyrir vatnið fossa niður gil og gljúfur ofan úr fjöll- unum. Það safnast fyrir í tjarnir og flæðir eftir skógarlægðunum. Skepnurnar reyna að forða sér, en sumar þeirra festast í fenjun- um, og margrödduð angistarvein drukknandi dýra bergmála milli fjallanna. Mennirnir við bálið vakna. Þeir skilja ekki hvaða ó- sköp ganga á, kasta sér niður á jörðina, gráta og biðjast vægðar. Þegar aftur kyrrist, rísa þeir á fætur, hópast að eldinum, stara inn í logana með tárvotum augum og eru þakklátir eldinum fyrir yl- inn. — Svo leggjast þeir fyrir aft- ur og sofna. Drengur hefir ekki orðið hrædd- ur, en hamfarir náttúrunnar hafa fyllt hann reiði og stjórnlausum mótþróa, og þegar hann sér ætt- bræður sína leggjast fyrir og sofna aftur, þá er honum ljóst, að hann verður einn að berjast við óvættina, sem drekkir dýrun- um og eyðir jörðina, og nú ætlar hann ekki að þola henni meira. Nú ætlar hann af stað til þess að leita hana uppi. Hann grípur hina heilögu við- aröxi, losar gamla tinnublaðið af skaftinu og varpar því frá sér. Síðan festir hann nýtt og biturlegt blað á skaftið. Hann gengur frá eldinum, svo að hann geti logað lengi, og lítur að skilnaði yfir hóp bræðra sinna, sem hann ætlar að frelsa frá æði óvættarinnar. Þeir hnipra sig saman og snökta í svefninum. Bróðurleg tilfinning gagntekur hann; nú ætlar hann að berjast fyrir þá. Bráðum skyldi þeim ekki verða kalt framar. Bráðum skyldu þeir ekki þurfa að óttast. Drengur fór af stað og gekk lengi. Hann fór upp á hátt fjall og sá dalinn fyrir neðan sig sveip- aðan hrímþoku, og lengra norður lokaði annað hátt fjall útsýninni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.