Dvöl - 01.07.1942, Side 45

Dvöl - 01.07.1942, Side 45
DVÖL 203 og klýfur höfuð hans með öxinni. Gj'úki hnígur niöur og er þegar örendur. Óhljóðin þagna, hópur- inn staðnæmist við líkið, lamaður af skelfingu, en Drengur snýr við og heldur inn í skóginn. Um nóttina lætur Drengur fyrir- berast í tré einu. Hann er viti sínu fjær af kulda, ótta við einveruna og sálarkvölum. Daginn eftir snýr hann við og fer þangað, sem eld- urinn hafði logað síðast. En þar brast síðasta vonin; ekki einn ein- asti neiti er lifandi í öskifnni. Eldurinn er dauður fyrir fullt og allt. En félagar hans halda áfram suður, þangað, sem ættstofninn býr. Drengur flækist nú einn um skógana, og lífið er honum byrði. Hann veitir því naumast athygli, hvort nótt er eða dagur. Hann nálgast heimkynni sitt, án þess hann geri sér grein fyrir því, og loks er hann kominn suður í dal- inri, þar sem ættstofn hans býr. Hann sér stíginn heim að laufkof- um félaganna, og í rjóðri við veg- inn mætir honum ægileg sjón. Það er höfuð Gjúka fest á stangarenda og á annarri stöng hangir hræ af úlfi. Drengur veit, að þetta er hon- um ætlað. Ef hann skyldi voga að snúa sínum margbölvuðu augum í áttina til ættingja sinna, þá á bessi sjón að mæta honum fyrst og stökkva honum brott. Hann veit, að honum er útskúfað fyrir fullt og allt. Og Drengur snýr aft- ur, norður í hina köldu, deyjandi skóga, nakinn og einmana. En það er örðugt að lifa lengi vonlausu lífi, og Drengur fékk nýtt takmark til þess að keppa að. Hann heldur af stað í áttina til fjallsins heilaga, sem forfaðir hans hafði fengið eldinn úr endur fyrir löngu. Hann gengur lengi. Það snjóar á fjallinu, og snjókornin bráðna á loðnu baki Drengs. í fyrstu heldur hann, að það sé himinninn, sem fellur niður í tætlum, en bráðlega skilur hann, að þetta er regnið í breyttri mynd. Hann hættir að gefa fyrirbrigðinu nokk- urn gaum. Hann hugsar um það eitt að reka erindi sitt. Hann er ólmur og hræðist ekkert framar, eftir allar þessar einverunætur í myrkri og kulda. — Öxina hefir hann í hönd sér. En hann verður ennþá einu sinni að standa yfir rústum vona sinna. Þegar hann hefir klifið fjallið til efstu brúna, er þar ekk- ert að sjá nema snjóinn. Gígur- inn er hálffullur af snjó. Eldur hans er löngu slokknaður. En Drengur lætur ekki bugazt. Mótþrói hans gegn þessu lífi, sem honum virðist vera samfelld röð mótdrægra og fjandsamlegra at- vika, rénar ekki. Hann rís upp, margfaldur að orku, öndverður gegn öllum og öllu. Eitt augnablik mænir hann þrekvana suður, í átt- ina til meðbræðra sinna, en svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.