Dvöl - 01.07.1942, Síða 45
DVÖL
203
og klýfur höfuð hans með öxinni.
Gj'úki hnígur niöur og er þegar
örendur. Óhljóðin þagna, hópur-
inn staðnæmist við líkið, lamaður
af skelfingu, en Drengur snýr við
og heldur inn í skóginn.
Um nóttina lætur Drengur fyrir-
berast í tré einu. Hann er viti sínu
fjær af kulda, ótta við einveruna
og sálarkvölum. Daginn eftir snýr
hann við og fer þangað, sem eld-
urinn hafði logað síðast. En þar
brast síðasta vonin; ekki einn ein-
asti neiti er lifandi í öskifnni.
Eldurinn er dauður fyrir fullt og
allt. En félagar hans halda áfram
suður, þangað, sem ættstofninn
býr.
Drengur flækist nú einn um
skógana, og lífið er honum byrði.
Hann veitir því naumast athygli,
hvort nótt er eða dagur. Hann
nálgast heimkynni sitt, án þess
hann geri sér grein fyrir því, og
loks er hann kominn suður í dal-
inri, þar sem ættstofn hans býr.
Hann sér stíginn heim að laufkof-
um félaganna, og í rjóðri við veg-
inn mætir honum ægileg sjón. Það
er höfuð Gjúka fest á stangarenda
og á annarri stöng hangir hræ af
úlfi. Drengur veit, að þetta er hon-
um ætlað. Ef hann skyldi voga að
snúa sínum margbölvuðu augum í
áttina til ættingja sinna, þá á
bessi sjón að mæta honum fyrst
og stökkva honum brott. Hann
veit, að honum er útskúfað fyrir
fullt og allt. Og Drengur snýr aft-
ur, norður í hina köldu, deyjandi
skóga, nakinn og einmana.
En það er örðugt að lifa lengi
vonlausu lífi, og Drengur fékk nýtt
takmark til þess að keppa að.
Hann heldur af stað í áttina til
fjallsins heilaga, sem forfaðir hans
hafði fengið eldinn úr endur fyrir
löngu.
Hann gengur lengi. Það snjóar
á fjallinu, og snjókornin bráðna
á loðnu baki Drengs. í fyrstu
heldur hann, að það sé himinninn,
sem fellur niður í tætlum, en
bráðlega skilur hann, að þetta er
regnið í breyttri mynd. Hann
hættir að gefa fyrirbrigðinu nokk-
urn gaum. Hann hugsar um það
eitt að reka erindi sitt. Hann er
ólmur og hræðist ekkert framar,
eftir allar þessar einverunætur í
myrkri og kulda. — Öxina hefir
hann í hönd sér.
En hann verður ennþá einu
sinni að standa yfir rústum vona
sinna. Þegar hann hefir klifið
fjallið til efstu brúna, er þar ekk-
ert að sjá nema snjóinn. Gígur-
inn er hálffullur af snjó. Eldur
hans er löngu slokknaður.
En Drengur lætur ekki bugazt.
Mótþrói hans gegn þessu lífi, sem
honum virðist vera samfelld röð
mótdrægra og fjandsamlegra at-
vika, rénar ekki. Hann rís upp,
margfaldur að orku, öndverður
gegn öllum og öllu. Eitt augnablik
mænir hann þrekvana suður, í átt-
ina til meðbræðra sinna, en svo