Dvöl - 01.07.1942, Side 77
D VÖL
235
núna. Af náungans kærleika hafið
þið, býst ég við, sungið sál hans
frið. Ég þakka ykkur af öllu hjarta
fyrir meðaumkun ykkar. Já, ég er
sá raunamæddi sonur Holway
flokksfyrirliða — ég er sonurinn,
sem olli dauða föður síns, eins
sannarlega eins og ég hefði gert
það með eigin hendi.“
„Nei, nei. Láttu það ekki svona
á þig fá, ungi maður. Hann hafði
að eðlilegum hætti verið þunglynd-
ur um alllangt skeið, öðru hvoru,
eftir því sem við höfum heyrt.“
„Við vorum í Austurlöndum, þeg-
ar ég skrifaði honum. Allt virtist
hafa gengið mér á móti. Rétt eftir
að bréfið var farið, var okkur skip-
að heim. Þannig stendur á þvi, að
þið sjáið mig hér. Ég var ekki fyrr
kominn í herbúðirnar í Caster-
bridge en ég frétti um þetta.----
Hafi ég eilífa skömm! Ég skal
sannarlega gera eins og faðir minn
og fyrirfara sjálfum mér líka. Það
er eina úrræðið fyrir mig.“
„Rasaðu ekki fyrir ráð fram,
segi ég aftur; en reyndu að bæta
fyrir það með lífi þínu í framtíð-
inni. Þá má vel vera, að faðir þinn
brosi niður til þín frá himnum fyrir
það.“
Hann hristi höfuðið. „Það skal
ég nú láta ósagt," svaraði hann
með beiskju.
„Reyndu að vera samboðinn föð-
ur þínum eins og hann var beztur.
Það er ekki um seinan."
„Heldurðu ekki? Ég er hræddur
'im að það sé. — Jæja, ég ætla að
hugleiða það. Þakka þér fyrir heil-
ræðið. Til eins ætla ég að minnsta
kosti að lifa. Ég ætla að flytja lik
föður míns í sómasamlegan krist-
inna manna reit, og það þó að ég
verði að gera það með eigin hönd-
um. Ég get ekki bjargað lífi hans,
en ég get látið hann fá heiðarlega
gröf. Hann skal ekki liggja í þess-
um útskúfunarstað."
„Já, eins og presturinn okkar seg-
ir, það skrælingjalegur siður, sem
þeir halda uppi í Sidlinch, og það
ætti að leggja hann niður; maður-
inn þar að auki hermaður. Prest-
urinn okkar, sjáðu til, er ekki eins
og ykkar prestur í Sidlinch."
„Hann segir, að það sé skræl-
ingjalegt, segir hann það? Víst er
það svo,“ kallaði hermaðurinn upp
yfir sig. Svo hélt hann áfram og
spurði. hvort þeir vildu bæta við
nýjum greiða og flytja fyrir sig í
kyrrþey lík sjálfsmorðingjans i
kirkjugarðinn, ekki í Sidlinch, því
að á þeirri sókn hafði hann and-
styggð, heldur í Chalk-Newton.
Hann skyldi gefa þeim allt, sem
hann ætti, til þess að þeir gerðu
þetta.
Lot spurði Esra Cattstock, hvað
honum virtist um þetta.
Cattstock, sem lék á knéfiðlu og
var auk þess grafari, maldaði í mó-
inn og ráðlagði unga hermannin-
um að þreifa fyrst fyrir sér um
þetta hjá prestinum. „Það getur
vel skeð, að hann væri þvl mót-
fallinn. og má líka vel vera. að
hann yrði það ekki. Presturinn i