Dvöl - 01.07.1942, Qupperneq 77

Dvöl - 01.07.1942, Qupperneq 77
D VÖL 235 núna. Af náungans kærleika hafið þið, býst ég við, sungið sál hans frið. Ég þakka ykkur af öllu hjarta fyrir meðaumkun ykkar. Já, ég er sá raunamæddi sonur Holway flokksfyrirliða — ég er sonurinn, sem olli dauða föður síns, eins sannarlega eins og ég hefði gert það með eigin hendi.“ „Nei, nei. Láttu það ekki svona á þig fá, ungi maður. Hann hafði að eðlilegum hætti verið þunglynd- ur um alllangt skeið, öðru hvoru, eftir því sem við höfum heyrt.“ „Við vorum í Austurlöndum, þeg- ar ég skrifaði honum. Allt virtist hafa gengið mér á móti. Rétt eftir að bréfið var farið, var okkur skip- að heim. Þannig stendur á þvi, að þið sjáið mig hér. Ég var ekki fyrr kominn í herbúðirnar í Caster- bridge en ég frétti um þetta.---- Hafi ég eilífa skömm! Ég skal sannarlega gera eins og faðir minn og fyrirfara sjálfum mér líka. Það er eina úrræðið fyrir mig.“ „Rasaðu ekki fyrir ráð fram, segi ég aftur; en reyndu að bæta fyrir það með lífi þínu í framtíð- inni. Þá má vel vera, að faðir þinn brosi niður til þín frá himnum fyrir það.“ Hann hristi höfuðið. „Það skal ég nú láta ósagt," svaraði hann með beiskju. „Reyndu að vera samboðinn föð- ur þínum eins og hann var beztur. Það er ekki um seinan." „Heldurðu ekki? Ég er hræddur 'im að það sé. — Jæja, ég ætla að hugleiða það. Þakka þér fyrir heil- ræðið. Til eins ætla ég að minnsta kosti að lifa. Ég ætla að flytja lik föður míns í sómasamlegan krist- inna manna reit, og það þó að ég verði að gera það með eigin hönd- um. Ég get ekki bjargað lífi hans, en ég get látið hann fá heiðarlega gröf. Hann skal ekki liggja í þess- um útskúfunarstað." „Já, eins og presturinn okkar seg- ir, það skrælingjalegur siður, sem þeir halda uppi í Sidlinch, og það ætti að leggja hann niður; maður- inn þar að auki hermaður. Prest- urinn okkar, sjáðu til, er ekki eins og ykkar prestur í Sidlinch." „Hann segir, að það sé skræl- ingjalegt, segir hann það? Víst er það svo,“ kallaði hermaðurinn upp yfir sig. Svo hélt hann áfram og spurði. hvort þeir vildu bæta við nýjum greiða og flytja fyrir sig í kyrrþey lík sjálfsmorðingjans i kirkjugarðinn, ekki í Sidlinch, því að á þeirri sókn hafði hann and- styggð, heldur í Chalk-Newton. Hann skyldi gefa þeim allt, sem hann ætti, til þess að þeir gerðu þetta. Lot spurði Esra Cattstock, hvað honum virtist um þetta. Cattstock, sem lék á knéfiðlu og var auk þess grafari, maldaði í mó- inn og ráðlagði unga hermannin- um að þreifa fyrst fyrir sér um þetta hjá prestinum. „Það getur vel skeð, að hann væri þvl mót- fallinn. og má líka vel vera. að hann yrði það ekki. Presturinn i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.