Dvöl - 01.07.1942, Síða 84
242
D VÖL
r
\st hinnar (íiiikoinnlau^u
Eftlr (íuðjún lialldói'MHOJi. bunkaritara
I.
Ú SKOÐUN virðist vera all-
víðtæk um þessar mundir, að
þörf sé á því, að vér, sem nú lifum
á þessu landi, lærum af því, er bezt
hefir verið í fari forfeðra vorra og
mæðra, og gerum þannig tilraun
til þess að bæta úr mörgu, sem
miöur fer í hátterni voru. Þótt
skoðun þessari hafi verið haldið
fram af mörgum í ræðu og riti
við ýmisleg tækifæri, þá heí'ir ekki
orðið vart við sýnilegan árangur í
hinu daglega lífi, og er það illa
farið, en samt sem áður geta legið
til þess margar orsakir, t. d. sú,
að vér skiljum ýmis atriði forn-
rita vorra á harla margvíslegan
hátt, eða metum söguhetjurnar
hver á sína vísu, og þetta er oíur
skiljanlegt og eölilegt. Vér höfum
misjafnlega góð tækifæri til að.
kynnast sögunum og erum mis-
munandi vel til þess fallin að
skyggnast um í heimi horfinna
kynslóða — og skilja siði þeirr^ og
lífsviðhorf. En um eitt geta þó all-
ir verið fullkomlega sammála, og
það er, að með sanngirni og var-
úð beri að dæma gerðir forfeðra
vorra og meta manngildi þeirra,
eigi síður en vér reynum aö gæta
slíks í voru eigin lífi í umgengni
hvert við annað. Það er einnig
nauðsynlegt að gæta þess, hver sé
tíðarandinn, þegar umrædd per-
sóna lifir, og taka fullt tillit til
hans og þess umhveríis, sem hún
á við að búa. Ég geng þess eigi
dulinn, að þessu fylgir vandi mik-
ill, en ég ætla samt að freista
þess að minnast einnar konu forn-
aldarinnar eins og hún hefir komið
mér fyrir sjónir.
II.
Flestum mun vera svo íariö, að
þegar þeir lesa Laxdælu, verða
þeim minnisstæðar aðallega þrjár
persónur sögunnar, þ. e. a. s. af
hinum yngri mönnum. Það eru
þau: Guðrún Ósvííursdóttir, Bolli
Þórleiksson og Kjartan Ólafsson,
enda eru þau aðal söguhetjurnar.
Það hefir einnig verið mikið um
þau talað, og menn hafa myndað
sér ákveðnar skoðanir um þau
hvert um sig, og má segja, að ber-
ist tal manna á annað borð að
mönnum í fornöld, þá sé það frem-
ur sjaldgæft, að ekki sé minnzt á
eitthvert þessara þriggja eöa öll.
Þetta er mjög skiljanlegt, því að
sagan greinir svo frá þeim, að þau
standa mönnum íyrir hugskots-
sjónum sem hinir glæsilegustu full-
trúar sinnar tíðar, og má segja að
mest ber á þeim og þau eru aðsóps-