Dvöl - 01.07.1942, Side 121

Dvöl - 01.07.1942, Side 121
D VOL 279 stæðingsskapurinn og peninga- leysið þvinguðu hann til þess að sjá að sér. Faðirinn féllst á þessa hugmynd, og móðirin sá líka, að þetta var eina úrræðið. Þar sem hann sjálf- ur leit á þetta sem burtvísun úr landi, kaus hann að dvelja á Man- illa í útlegðinni, og hann var send- ur til Manilla með eindregnum fyrirbænum frá mér til klaustur- prests af reglu okkar. Að nálega sex mánuðum liðnum fóru mér að berast góð tíðindi af breytni skjólstæðings míns, með hrósi um hæfileika hans og iðju- semi; hann var farinn að bæta ráð sitt. Þegar foreldrar hans heyrðu þetta, léku þau á als oddi af gleði. Það var klausturprest- urinn, sem sendi mér þessar skemmtilegu fréttir, því að ungi maðurinn var ekkert viljugur að skrifa. Nokkur tími leið, unz bréf klausturprestsins flutti, í stað á- nægjulegs lesmáls, hræðileg tið- indi: Sonur Don Andrésar hafði verið stunginn til bana í áflogum, þegar hann var að koma út úr illa þokkuðu húsi. Ég var beðinn að segja foreldrunum þessi harma- tíðindi. Það var dapurlegt hlutverk, en við erum ævinlega umkringd dapurleika, og þar sem ég í fljótu bragði bjóst við, að faðirinn væri gæddur meira sálarþreki en móð- irin, gerði ég boð fyrir hánn að finna mig í klefa mínum. Ég hag- ræddi orðum mínum eins vel og ég gat, er ég sagði honum þessar raunalegu fréttir. Hann gerði sér fulla grein fyrir þessu; það var engu líkara en hann hefði þegar verið búinn að geta sér til, hvað í vændum var. Jafnskjótt og ég sagði „særður", skildi hann, að það þýddi ,,dáinn“. Hann grét ekki, en andlitssvipur hans var á- þekkur 'og hins sakfellda manns, sem yfirgefur fangelsið og rankar svo við sér við aftökupallinn. Ég nota samlikinguna af ásettu ráði, því að ég hefi þjónustað nokkra af þessum auðnuleysingjum á hinum beizku reynslustundum þeirra. Strax og Don Andrés náði and- anum, spennti hann greipar og sagði: „Faðir, ég ætla að biðja yður að gera mér stóran grelða. Okkar á milli sagt: Við skulum haga svo til, að Consuelo fái alls ekki hugboð um, hvað komið hefir fyrir. Fyrir nokkrum árum var konan mín sælleg og hraust, en ill hegðan sonar okkar hefir eyðilagt heilsu hennar; og svo er hún líka bráðum sextlu ára göm- ul. Hún þjáist af undarlegum inn- vortis sjúkdómi — eins konar tær- ingu. Ef hún frétti um ógæfu sína. mundi það samstundis verða henni að bana. Ef við getum leynt hana því, sem hent hefir barnið okkar — hann nefndi hann svo, þó að hann væri fullra tuttugu og sjö ára að aldri — getur hún lifað enn um stund. Ég mun greiða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.