Dvöl - 01.07.1942, Page 127

Dvöl - 01.07.1942, Page 127
D VÖL 285 markaö fyrir þá íramieiöslu sína. Landstjórinn kom oft í heimsókn í hverfið, þar sem sænsku fangarnir bjuggu, og var þá ávallt taminn björn í í'ylgd með honum. Var Dunky þá vanur að gæða bangsa á öli; þótti honum sopinn góður og tók brátt að venja þangað komur sínar einn síns liðs. Á þessu var það, sem fangarnir byggðu ráðabrugg sitt. Stobée lagðist sjúkur og lét sem sér færi dagversnandi. Jafnframt því veiktust nokkrir Svíar aðrir, og læknirinn, landi þeirra, gerði heyr- um kunnugt, aö þeir væru haldnir af illkynjaðri blóðkreppusótt. Vegna ótta viö sýkingu hætti landstjórinn þegar í stað heim- sóknunum til þeirra Stobées. En björninn hélt áfram komum sínum til hins gestrisna og veitula liðs- foringja. Dag nokkurn blandaði hann brennivíni 1 öliö og veitti birninum ósleitilega, unz hann valt út af steinsofandi. Höfðu nú Svíarnir hröð handtök og bönuðu birnin- um i skyndingi. Var hræinu síöan komið fyrir í kjallara nokkrum til varðveizlu. Þegar bjarnarskrokkurinn var tekinn að rotna, var hann fluttur með mestu leynd á næturþeli til herbergis Stobée’s, klæddur þar í náttskyrtu hans og síðan lagður í rekkju með nátthúfu dregna fyrir andlitið. Sá kvittur kom nú upp, að Stobée væri látinn, og landstjór- inn sendi staögengil sinn á vett- vang til að ganga úr skugga um, sú fregn væri á rökum reist. En er opnaöar voru dyrnar að her- berginu, sem „líkið“ stóð uppi í, gaus út á móti honum ægilegur óþefur. Sneri hann sér fljótt und- an og hætti ekki til inngöngu, og féll frekari rannsókn niður. Fyrir- skipaði embættismaðurinn næst, að hinn látni skyldi jarðsettur hið bráðasta. Björninn var nú kistulagöur og greftaöur síðan með mikilli við- höfn, að viðstöddum landstjóran- um, fjölda borgara og öllum sænsku heríoringjunum í bænum. Á meðan þessu fór fram, skilaði Stobée vel áfram á flóttanum á- leiðis ættlands síns. Var hann dul- búinn sem varningssali og hafði ýmsa smámuni á boöstólum. Þrammaði hann þannig áfram um sveitabyggðir Rússlands dag eftir dag. Eftir að hafa gengið um tvö hundruð mílur vegar, náði hann að lokum til Pétursborgar. Þar komst hann í kynni við sænskan íanga, Harlin merkisbera, sem var kvæntur einni af herbergisþernum Elísabetar prinsessu. Fékk kona merkisberans því til leiðar komið, að barnsfóstru þeirra hjóna, sænskri að ætt, skyldi leyfð för til Svíþjóðar. Bjuggu þau síðan Stobée í gervi hennar, og á þann hátt auðnaðist honum að sleppa út úr Rússlandi. Landstjórinn í Arkangelsk sakn- aði mjög bjarnarins. Ætlaði hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.