Dvöl - 01.07.1942, Qupperneq 127
D VÖL
285
markaö fyrir þá íramieiöslu sína.
Landstjórinn kom oft í heimsókn í
hverfið, þar sem sænsku fangarnir
bjuggu, og var þá ávallt taminn
björn í í'ylgd með honum. Var
Dunky þá vanur að gæða bangsa á
öli; þótti honum sopinn góður og
tók brátt að venja þangað komur
sínar einn síns liðs.
Á þessu var það, sem fangarnir
byggðu ráðabrugg sitt.
Stobée lagðist sjúkur og lét sem
sér færi dagversnandi. Jafnframt
því veiktust nokkrir Svíar aðrir, og
læknirinn, landi þeirra, gerði heyr-
um kunnugt, aö þeir væru haldnir
af illkynjaðri blóðkreppusótt.
Vegna ótta viö sýkingu hætti
landstjórinn þegar í stað heim-
sóknunum til þeirra Stobées. En
björninn hélt áfram komum sínum
til hins gestrisna og veitula liðs-
foringja.
Dag nokkurn blandaði hann
brennivíni 1 öliö og veitti birninum
ósleitilega, unz hann valt út af
steinsofandi. Höfðu nú Svíarnir
hröð handtök og bönuðu birnin-
um i skyndingi. Var hræinu síöan
komið fyrir í kjallara nokkrum til
varðveizlu.
Þegar bjarnarskrokkurinn var
tekinn að rotna, var hann fluttur
með mestu leynd á næturþeli til
herbergis Stobée’s, klæddur þar í
náttskyrtu hans og síðan lagður í
rekkju með nátthúfu dregna fyrir
andlitið.
Sá kvittur kom nú upp, að
Stobée væri látinn, og landstjór-
inn sendi staögengil sinn á vett-
vang til að ganga úr skugga um,
sú fregn væri á rökum reist. En
er opnaöar voru dyrnar að her-
berginu, sem „líkið“ stóð uppi í,
gaus út á móti honum ægilegur
óþefur. Sneri hann sér fljótt und-
an og hætti ekki til inngöngu, og
féll frekari rannsókn niður. Fyrir-
skipaði embættismaðurinn næst,
að hinn látni skyldi jarðsettur hið
bráðasta.
Björninn var nú kistulagöur og
greftaöur síðan með mikilli við-
höfn, að viðstöddum landstjóran-
um, fjölda borgara og öllum
sænsku heríoringjunum í bænum.
Á meðan þessu fór fram, skilaði
Stobée vel áfram á flóttanum á-
leiðis ættlands síns. Var hann dul-
búinn sem varningssali og hafði
ýmsa smámuni á boöstólum.
Þrammaði hann þannig áfram um
sveitabyggðir Rússlands dag eftir
dag. Eftir að hafa gengið um tvö
hundruð mílur vegar, náði hann
að lokum til Pétursborgar. Þar
komst hann í kynni við sænskan
íanga, Harlin merkisbera, sem var
kvæntur einni af herbergisþernum
Elísabetar prinsessu. Fékk kona
merkisberans því til leiðar komið,
að barnsfóstru þeirra hjóna,
sænskri að ætt, skyldi leyfð för til
Svíþjóðar. Bjuggu þau síðan Stobée
í gervi hennar, og á þann hátt
auðnaðist honum að sleppa út úr
Rússlandi.
Landstjórinn í Arkangelsk sakn-
aði mjög bjarnarins. Ætlaði hann