Dvöl - 01.07.1942, Side 132

Dvöl - 01.07.1942, Side 132
290 D V Ö L öfgum næst. Er þar skemmst að minnast margra nýrra kvæðabóka. Það er alsiða orðið að prenta eitt kvæði eða jafnvel örfáar hending- ar á blaðsíðu hverja, í því skyni að gera bækurnar sem stærstar. í sama skyni eru auðar spásíur oft hafðar fáránlega stórar. Er skammt að minnast dæma um þessi kaupmannsbrögð bæði. Slíkt eru fremur hvimleið úrræði til þess að gera bók stóra og myndarlega í augum væntanlegra kaupenda. Er skammt öfganna á milli: Á dögum Símonar Dalaskálds voru ljóða- bækurnar prentaðar í belg og biðu, og enn eru mest notaðar sálma- bækur með því fyrirkomulagi. Árið 1942 kom út ljóðabók þar sem að- eins örfáar ljóðlínur voru á hverri síðu. Svo mjög er skipt hætti. Væri þá lagi nærri, ef meðalvegurinn væri þræddur. Ég drap á það áður, að mjög mikið annríki væri í prentsmiðjum landsins og hefði eigi unnizt tími til að prenta allt það, er til prent- unar kom. Af þessari annríki leið- ir, að prentvinna er iðulega sótt af meira kappi en góðu hófi gegn- ir, og sjást þess ótvíræð merki á mörgum, nýjum bókum, þótt til sumra þeirra sé stofnað af lýta- lausri vandvirkni. Raunar er þetta ekki ný bóla. En þegar bornar eru saman gamlar bækur og nýjar, er á það að líta, að nú orðið er í flest- um prentsmiðjum völ ágætra véla og tækja, og þess vegna vorkunar- laust að prenta bækur betur en áð- ur, meðan við mun erfiðari kjör var búið. Yfirleitt hygg ég þó, að erfitt veitist að fá prentverk leyst af hendi svo að með ágætum sé og sambærilegt við það, er boðlegt þykir í góðum prentsmiðjum er- lendis. En nýju bækurnar bera að fleira leyti merki þess, hve tímans hjól snýst ört og hraða þarf verkunum. Það er augljóst, að margar þeirra eru búnar undir prentun á skemmri tíma en til slíks hefði þurft. Sér- staklega mun þessa gæta um þýð- ingu bóka, þótt slíks hins sama verði óþægilega vart á ýmsum bók- um, sem á íslenzku hafa verið samdar. Er þetta ekki sagt þeim til ómælis, er við bókaþýðingar fást, því að þeim er oft ætlað að ljúka verki sínu á óhæfilega naum- um tíma. Að sama skapi eru prentvillur og önnur þess háttar mistök tíð í þeim bókum, er þvílíka skyndiprentun hljóta. Hygg ég, að það sé næsta fátítt að fá í hendur bækur, sem eru prentvillulausar með öllu. Stingur það illa í stúf við kröfur fólks um myndarlegt brot og fallegt snið, að það skuli möglunarlaust, að því er virðist, una þess háttar sleifarlagi um einn þátt bókagerð- arinnar. Að undanförnu hefir verið venja að geta hverrar bókar í sérstakri grein. í þetta skipti verður þeirri venju brugðið, en í þess stað gert
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.