Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 42

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 42
42 sem ég hafði til málanna að leggja og fann ekki fyrir því að það væri nein tog- streita sem myndaðist á milli mín og kennara eða nemenda. … Fannst ég geta sagt það sem mér lá á hjarta … það var ný hugsun að upplifa fulltrúa þessara þriggja hópa vinna á jafningjagrunni sem heild að sameiginlegum verkefnum … því nemendur eru það mikilvægasta í skólastarfinu en kennarar og foreldrar eru þeir sem oftast ráða. Nemendum „fannst bara fínt“ að vera í aðgerðahópnum og sögðust vera meðvitaðri um hvað gerðist „bak við tjöldin“. Ýmislegt mátti þó betur fara og í viðtölum kom fram að þó að fulltrúum foreldra og nemenda liði vel innan hópsins gætti ákveð- ins óöryggis hjá þeim gagnvart þeim aðilum sem þeir voru fulltrúar fyrir. Nemendur töldu betra ef tengingin við aðra nemendur hefði verið meiri og foreldrafulltrúinn taldi það eiga við foreldrahópinn líka. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri voru báðir í aðgerðahópnum og gegndu mikil- vægu forystuhlutverki í þróunarvinnunni. Þeir tóku virkan þátt í þróunarvinnunni og stuðluðu að lausnum þegar ágreiningur kom upp. Þeir tóku þátt í allri endur- menntun, skipulögðu umræður um þróunarverkefnið á almennum kennarafundum, fylgdust með samstarfi kennara við foreldra í starfsmannaviðtölum og sköpuðu þann- ig nánd við kennara, foreldra og nemendur. Þetta hafði jákvæð áhrif og auðveldaði framvindu verkefnisins og styrkti árangur þess. 2. skref – bjargir Þegar horft er til baka og gögn skoðuð virðist sem oftast eða alltaf hafi verið fyrir hendi þær bjargir sem þurfti til þróunarverkefnisins hverju sinni. Það tekur bæði til aukafjármagns og mönnunar í ákveðin verkefni. Styrkur þróunarsjóðs grunnskóla, sem Oddeyrarskóli fékk, var nýttur til að greiða vinnu aðgerðahópsins og þóknun ráðgjafa. Annar kostnaður var innan fjárhagsramma skólans, svo sem greiðslur til fyr- irlesara sem fengnir voru á fundi foreldra, launagreiðslur fyrir kennara sem unnu aukalega o.s.frv. 3. skref – upphafsmat Eins og fram kemur á mynd 1 var fyrsta verk aðgerðahópsins að meta kerfisbundið það samstarf sem Oddeyrarskóli átti við fjölskyldur nemenda haustið 2002 og tók það til allra árganga skólans. Greindir voru veikleikar og styrkleikar samstarfsins. Mat var lagt á hvaða samstarfsaðgerðir skólinn vildi halda sig við, hvaða leiðir hann taldi ekki nothæfar, hvaða leiðir hann vildi bæta og hvaða nýjar leiðir væru færar. Í ljós kom að samstarf var mikið, jafnvel svo mikið að fjölskyldur áttu í erfiðleikum með að taka þátt í því öllu. Foreldrum í hverjum árgangi var boðið að koma 6 til 10 sinnum í skólann á vetri. Meira var um samstarf á bekkjar- og skólastigi en samstarf um hvern einstakan nemanda. Í matinu kom fram að skólinn þyrfti að finna leiðir til að ná til allra fjölskyldna og skapa skilyrði til samskipta sem tækju mið af þörfum nemenda og byggðust á forsendum foreldra. Fæstar samstarfsaðgerðir voru á svið- unum ákvarðanataka og samstarf við samfélagið. „FANNST ÉG GETA SAGT ÞAÐ SEM MÉR LÁ Á H JARTA …“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.