Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 48

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 48
48 Langur tími leið frá myndun aðgerðahóps þar til hafist var handa við framkvæmdir samstarfsaðgerða. Þáttur minn sem ráðgjafa og rannsakanda skipti þar máli. Ég var að vinna að samstarfsáætlun sem aldrei hafði verið framkvæmd áður á Íslandi og engin reynsla var til af. Ég sá ekki nógu vel fram á við og tímaáætlanir runnu út í sand- inn. Kennarar voru ekki vanir þessum vinnubrögðum í upphafi þróunarverkefna. Allt hafði þetta áhrif á framgang verkefnisins og varð til þess að seinka framkvæmdum. Þriggja ára framkvæmdaáætlunin var sá þáttur þróunarverkefnisins sem mest ánægja var með. Kennarar sáu fljótt gildi þess að áætlun næði þrjú ár fram í tímann og með upphafsmati og áætlun fékkst yfirlit og heildarsýn yfir samstarf skólans við foreldra. Kennarar og foreldrar sáu hvernig samstarf skólans var í hverjum árgangi og hvert það stefndi. Framkvæmdaáætlunin reyndist skólanum mikilvægur leiðarvísir, sem kemur vel heim og saman við niðurstöður Hargreaves og Hopkins (1991) og Ep- stein (2001). Þau telja að ein meginforsenda þess að þróunarverkefni skili árangri sé að gerð sé framkvæmdaáætlun sem styðji við framkvæmd aðgerða, skilgreini hlutverk og ábyrgð og gefi starfsfólki tækifæri til samstarfs. LOKAORÐ Rúnar Sigþórsson (2004) nefnir þrjár meginforsendur sem hafa áhrif á árangur skólaþróunar og er gagnlegt að skoða þróunarverkefni Oddeyrarskóla í ljósi þeirra. Í fyrstu forsendunni er lögð áhersla á að gengið sé út frá þörfum nemandans við skipulagningu skólaþróunar og mið tekið af þörfum kennara fyrir þekkingu og færni. Þar sem þróunarverkefnið stóð í tvö ár tókst Oddeyrarskóla að laga vinnuferli sam- starfsáætlunarinnar að þörfum skólans. Allir kennarar skólans tóku á einn eða annan hátt þátt í þróunarstarfinu og er það nú hluti af vinnuferli skólans sem unnið er eftir þegar þessar línur eru skrifaðar. Í annarri forsendunni er sjónum beint að skólamenningunni og innri skilyrðum skóla til að auka við starfsþroska og starfsþróun kennara. Í vinnu kennara og stjórn- enda Oddeyrarskóla að samstarfsáætluninni og myndun aðgerðahóps í skólanum var byggt á hugmyndum um starfsþróun kennara þar sem litið er svo á að þróun samstarfs sé ferli sem tekur tíma en ekki einstakur viðburður (Epstein, 1995; Rúnar Sigþórsson o.fl., 1999; Fullan, 2001b). Samstarfsáætlun Epstein er skólaþróun – skóli sem fer eftir ferlinu gefur kennurum tækifæri til náms, til að læra og tileinka sér vinnubrögð sem þeir geta nýtt áfram í samstarfinu. Samstarf skóla við fjölskyldur er aldrei endanlegt heldur er einn af þáttum skólans sem þarf að vera í sífelldri þróun og með því að tengja starfssvið aðgerðahópsins annarri nefndavinnu skólans er vinnulagið orðið að vinnuferli hans. Í þriðju forsendunni er áhersla lögð á að hlúa að gildismati og tilfinningum þeirra sem vinna að þróunarverki. Kennarar, skólastjórnendur og fulltrúar foreldra og nem- enda unnu, ásamt mér, að því að fara í saumana á styrkleikum og veikleikum sam- starfs skólans við fjölskyldur. Við leituðum orsaka erfiðleika, leiða að lausnum og framkvæmdum sem gögnuðust nemendum, kennurum og foreldrum. Að lokum var metið hvernig til tókst og gerðar áætlanir um enn frekari samstarfsaðgerðir. Kenn- „FANNST ÉG GETA SAGT ÞAÐ SEM MÉR LÁ Á H JARTA …“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.