Morgunn - 01.12.1923, Blaðsíða 47
MORGUNN
173
sé sá maður feigur, eða niuni deyja innan skannns. Bg veit
ekki betiir. en að þessi stúlka sé lifandi enn.
Stúlkan í svörtu kápunni.
í vetur, litlu fyrii' jól, var það eina nótt, að eg valcna
við það, að einhver kemur inn. Eg heyri ekkert, enfinnþað, að
komið er inn ur dyrunum. Sé eg þá, að nokkuS nærri fótagafli
á rúmi mínu situr stúlka í svartri kápu. Belti var á kápunni.
Bg sá laut í sængina, þar sem hún sat, en fann ekki neinn
þunga. Ekki 'gat eg séð framan í 'hana og þekti hana því ekld,
en fanst eg kannast við vöxtinn. Bftir nokkra stnnd hverfur
sýnin. Fáum dögum síðar kemur stúlka að finna mig, sem
eg þekti mjög vel; var það skólasystir mán frá kennaraskól-
anum. Eg býð henni inn, en um leið og hún fer inn úr dyr-
unum verSur mér hálf-bylt við, því að þarna þekti eg bak-
svip stúlkunnar, sem sat á rúminu hjá mér fyrir nokkru, um
nóttina. Svo lmgsaði eg eklti frekar um þetta, en eftir nokkra
daga iegst þessi stúlka og deyr. Þarna mætti segja, að ræzt
hefði sú trú, ab lifandi manns svipur boðaði feigð, en þá
kemur hitt dæmið, sem á undan er sagt frá, þvert á móti. Bg
veit ekld, livernig stendur á því, að svipur stúlkunnar birtist
mér rétt áður en hún legst banaleguna, en eg gæti hugsað
mér, að einhvern veginn standi það í sambandi við það, sem
fyrir kom í banalegu liennar. Eg og ósýnilegur vinur minn,
sem eg mnn minnast á síðar, áttum þátt í því. að friða beztu
vinkonu hennar, og fá hana til að sætta sig við missinn, sem
sýnilega var fram undan.
Haustið 1914 kyntist eg þeim Einari H. Kvaran og próf.
Ilaraldi Níelssyni. Mér var boðið að vera á tilraunafundi
sem haldinn var á heimili Kvaran. Þeir þóttust þar verða
varir við, að lijá mér væri einhver hæfileiki til þess að verða
miðill, og varð það þá úr, að eg starfaði með þeim nokkuð
áfram, en því miður gat það ekki orðið nema lítið, vegna þess
að störf mín leyfðu mér það ekki, enda óvíst að eg hefði haft
þá hæfileika, sem til þess þarf að vera miðill. sem nokkurt
gagn er í.