Morgunn - 01.12.1923, Blaðsíða 70
196
MORGUNN
um, sem þar ráða? Hún er hœtt að trúa á mátt andans yfir
efninu og hún hefir mist skilning á mikilvægi þess hugar-
ástands, er Jesús kallaði trú. Nú fáum vér þær fréttirnar frá
þessum andlegu lækningamönnum nútímans, að trúin, eða
réttara ’sagt traustið, sé máttugur hjálpari, eða afarmikilvægt
skilyrði, þegar um þær lækningatilraunir er að ræða.
„í húsi föður míns eru mörg híbýli“. Þá setningu eftir
Kristi hefir kirkjan endurtekið öld eftir öld. Bn hún veit
ekkert framar um þau híbýli. Lýsingin á þeim híbýlum var
víst eitt af því, sem Kristur gat ekki skýrt samtíðarmönnum
sínum frá; þeir voru víst enn ekki færir um að veita slíku
\iðtöku. En það var vafalaust eitt af því, sem sannleiks-and-
anum var ætlað að opinbera síðar. En kirkjan hefir glatað
náðargáfunum — víðast hvar að minsta kosti, — og fyrir
því er ekki við því að búast, að hún liafi orðið fær um að
veita frekari þekking viðtöku á þessu sviði. — Bn þar sem
náðargáfunum hefir að nýju verið sint á vorum dögum og
rækt lögð við að æfa þær, þar eru menn farnir að fá fræðslu
um híbýlin í hinu mikla föðurhúsi. Eins víst og það er, að
þörf er á nýrri, framhaldandi opinberun á vorum dögum,
jafnvíst beld eg líka að það sé, að guðleg forsjón hafi séð
fyrir, að mannkynið öðlist það, sem það þarf.
Guð hefir í raun og veru aldrei látið anda sannleikans
hætta að starfa. Og sú opinberun, er hann kemur til leiðar
á vorum dögum, er í fylsta samræmi við og beint framhald
á þeirri opinberun, er Jesús og lærisveinarnir leiddu í ljós.
Enn rætist þetta: „Ifann mun vegsama mig, því af mínu mun
hann taka og kunngjöra yður“.
Enginn yðar getur neitað því, að það .getur ekki orðið
annað en Kristi til vegsemdar, ef algerlega vísindaleg vissa
fæst fyrir sambandið við æðri veröld, fyrir upprisu hans og
vor allra, ef dauðinn uppsvelgist í sigur við þekking, er allir
hljóta, á lögmáli dauðans; ef máttarverk hans sannast fyrir
sams konar reynslu á vorum dögum og að það reynist sömu-
leiðis rétt um furðulegustu lækningar hans, sem mest hafa
verið efaðar.