Morgunn


Morgunn - 01.12.1923, Blaðsíða 70

Morgunn - 01.12.1923, Blaðsíða 70
196 MORGUNN um, sem þar ráða? Hún er hœtt að trúa á mátt andans yfir efninu og hún hefir mist skilning á mikilvægi þess hugar- ástands, er Jesús kallaði trú. Nú fáum vér þær fréttirnar frá þessum andlegu lækningamönnum nútímans, að trúin, eða réttara ’sagt traustið, sé máttugur hjálpari, eða afarmikilvægt skilyrði, þegar um þær lækningatilraunir er að ræða. „í húsi föður míns eru mörg híbýli“. Þá setningu eftir Kristi hefir kirkjan endurtekið öld eftir öld. Bn hún veit ekkert framar um þau híbýli. Lýsingin á þeim híbýlum var víst eitt af því, sem Kristur gat ekki skýrt samtíðarmönnum sínum frá; þeir voru víst enn ekki færir um að veita slíku \iðtöku. En það var vafalaust eitt af því, sem sannleiks-and- anum var ætlað að opinbera síðar. En kirkjan hefir glatað náðargáfunum — víðast hvar að minsta kosti, — og fyrir því er ekki við því að búast, að hún liafi orðið fær um að veita frekari þekking viðtöku á þessu sviði. — Bn þar sem náðargáfunum hefir að nýju verið sint á vorum dögum og rækt lögð við að æfa þær, þar eru menn farnir að fá fræðslu um híbýlin í hinu mikla föðurhúsi. Eins víst og það er, að þörf er á nýrri, framhaldandi opinberun á vorum dögum, jafnvíst beld eg líka að það sé, að guðleg forsjón hafi séð fyrir, að mannkynið öðlist það, sem það þarf. Guð hefir í raun og veru aldrei látið anda sannleikans hætta að starfa. Og sú opinberun, er hann kemur til leiðar á vorum dögum, er í fylsta samræmi við og beint framhald á þeirri opinberun, er Jesús og lærisveinarnir leiddu í ljós. Enn rætist þetta: „Ifann mun vegsama mig, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður“. Enginn yðar getur neitað því, að það .getur ekki orðið annað en Kristi til vegsemdar, ef algerlega vísindaleg vissa fæst fyrir sambandið við æðri veröld, fyrir upprisu hans og vor allra, ef dauðinn uppsvelgist í sigur við þekking, er allir hljóta, á lögmáli dauðans; ef máttarverk hans sannast fyrir sams konar reynslu á vorum dögum og að það reynist sömu- leiðis rétt um furðulegustu lækningar hans, sem mest hafa verið efaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.