Morgunn - 01.12.1923, Blaðsíða 60
186
MORGUNN
eða. spíritisma" eftir dr. J. Zeehandelaar frá Hollandi. Er
þar skýrt frá merkilegum sönnunum fyrir framhaldslífi og
þó ályktað að lolkum, að um firðhrif sé að rœða, — ekki
venjuleg firðhrif, sem allmiklar sannanir eru til fyrir, að
það flytjist úr einum hug í annan, sem haigsað er sterklega um
og reynt að senda, — heldur „úrvals“-firðhrif (selective
telepathy), sem valið geti alt, sem við þarf, upp úr undir-
vitund fundarmanna og annarra hingað og þangað út um
heim. En því miður er ekki til agnarögn af sönnunum fyr-
ir þesskonar firðhrifum, nema einmitt þau fyrirbæri, sem
með þeim á að skýra. Og það virðist mjer vera líkast því,
að fara í gegnum sjálfan sig. En mikill er máttur hleypi-
dómanna og „mikil er trú þín, kona“, eins og ritningin.
segir. —
Að loikum aðeins þetta: Eftir oss íslendingum er sjald-
an tekið, og vér eigum eltki oft færi á að leggja orð í belg
á alþjóðafundum. En hér var komið fram fyrir vora hönd
á þann hátt, að oss er stór-sómi að. Og sóminn verður enn-
þá meiri, þegar atliugað er, hve langt á undan öllum al-
menningi vísindamanna þeir menn yfirleitt eru, sem lögðu
þarna skerf til mála, að hugrekki og hleypidómaleysi. Á
próf. Haraldur Níelsson skilið beztu þakkir fyrir, en aðeins
er leitt, að Einar skáld Kvaran skyldi ekki geta komið
fram á þinginu, eins og til var ætlazt, en hann var þá á
fundi suður í Sviss sem sendimaður landsstjórnarinnar.
Eg hef ekki getað gert annað en minnast lauslega á
nokkur af þeim mörgu og merku erindum, sem flutt voru
í þinginu, en ekki þótti annað hlýða en geta um jafn-
merkilega bók, og þessi er.
Jnkob Jóh. Smári.