Morgunn


Morgunn - 01.12.1923, Blaðsíða 56

Morgunn - 01.12.1923, Blaðsíða 56
182 MORGUNN Ljósin á altarinu. Síðastliðið sumar var eg við jarðarför uppi í sveit Það var verið að jarðsyngja gamla konu, sem hafði verið óskaplega mikil mœðukona. Iíún var búin að missa næstum því alla vini sína og vandamenn. Hún hafði síðustu áratugi átt við afskaplegt heilsuleysi að stríða. Hún hafði verið mjög góð kirnningjakona mín, og mér þótti vænt um að geta verið við þessa athöfn, er jarðnesku leifar hennar voru færðar til hinnar síðustu hvíldar. Eg sá hana mjög vel í sínum andlega líkama. Er við komum í kirkjuna, telc eg eftir því, að ekki hefir verið kveikt á altarinu, og sé eg strax, að henni feiiur það illa. Eg var því að hugsa um að tala um þetta við kirkjubóndann, sem eg var vej kunnugur. Mér sárnaði að þetta sky.ldi hafa gleymst, því kona þess hafði ætíð haft það markmið að gleðja alla sem hún til náði. Eg sá þá koma dótturdóttur gömlu konunnar, sem líka var dáin, og hafði verið augasteinn ömmu sinnar, og þá ekki síður fyrir það, að móðir hennar hafði dáið frá henni nokkuð 'ungri, og 'hún þá verið með ömmu sinni eftir það. Eg sá þessa dótturdóttur hennar koma með skín- andi fallega ljósastjaka. með ljósum og setja á altarið. Eg mun seint gleyma þeim gleðisvip er kom á andlit ömm- unnar er hún sá þetta. Ánægjan eins og ljómaði af andliti hennar, og mér sýndust guilin tár glitra í augum hennar. Meira ljós, meira ljós, það hefir um margar aldir verið hróp þeirra sem unna því, sem fagurt er og gott, og þeirra sem þrá sannleikann. Mér datt í liug, er eg sá ljósin á altarinu, sem komin voru frá œðri stöðimi, hvílík unun væri að hverfa heim, eftír unnið dagsverk, ef svona væri tekið á móti manni. Að ganga á fund vina sinna og þá ekki síður, ef þeir koma á móti manni með eða í himneskum ijósljóma, það er áreið- anlega guðdómleg stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.