Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 7
„Morgunn“ XV ára.
Erintíi ilutt i S. R. F. í. 30. janúar 1935.
Eitir sira Jón Auöuns.
Kæru félagssystkini! Það var fyrir all-Iöngu, að þessi
'klausa stóð í einu íslenzku trúmálablaði: »Þótt aðkomnar
^andastefnur, svo sem aldamótaguðfræðin, andatrú1) og
guðspeki séu ekki jafq-háværar nú og þær voru fyrir 10—
15 árum, fer því fjarri, að áhrif þeirra séu horfin, segja
ýmsir. Þorri þess fólks, sem gekk þeim á hönd, hefir að
vísu komist að raun um, að þessar stefnur lofuðu meiru en
þær gátu efnt, en við þau vonbrigði hefir sett að fólki
kaldlynt trúmálakæruleysi, blandað hjátrú og hugarórum«.
Bjarmi XXVII. 1—2.
Eg ætla ekki að svara þessum ákúrum í kvöld nema
að litlu leyti; í sambandi við þessar fullyrðingar blaðsins,
um loforð og efndir, gat eg þess við forseta þessa félags,
að mér virtist sem tímarit það, sem hann stýrir, »Morg-
unn«, hefði fyllilega efnt þau loforð, sem það gaf mönnum
óbeinlínls, er það hóf göngu sína, og að ef hann vantaði
'einhverntíma fundarefni hér í félaginu, skyldi það vera
mér ánægja að svara ásökun trúmálablaðsins, hvað »Morg-
unn« snerti, með því að rifja upp fyrir félagsmönnum það
helzta af því, sem hann hefði flutt þjóðinni. Þetta loforð
ætla eg að reyna að efna í kvöld.
Eg hafði gert ráð fyrir að flytja þetta erindi á nóv-
emberfundinum, sem haldinn var fáum dögum fyrir 75.
afmælisdag ritstjórans og flétta inn í það afmælisóskir til
hans. Mig langaði til að minnast þess geysilega þýðingar-
mikla starfs, sem hann hefir unnið fyrir oss og þjóðina
J) Leturbreyting höf.
1