Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 11
M0E6UNN
5
getum gengið svo langt, að gera ráð fyrir hugsanaflutn-
ingi frá hákarlinum, sem manninn gleypti. Ef menn treysta
sér til að réttlæta það fyrir samvizku sinni, að ganga fram
hjá þessari sögu, geta þeir það; sem hugsanaflutningur
milli lifandi manna verður hún ekki skýrð.
Einn í þeim fjölmenna flokki ungra hermanna, sem
fórst í heimsstyrjöldinni, var ungur sonur frúar einnar, sem
nefnd er Mrs. Bamber. Skömmu eftir að hann beið bana,
náðist við hann miðilssamband; þá kom svohljóðandi fregn
um einn bræðra hans, foringja í flughernum enska: Willy
hefir verið skotinn niður rétt á bak við herlínu óvinanna.
Þá hafði Willy vantað um tíma, en engin vitneskja fengist
um afdrif hans. En nokkuru síðar fanst likami hans við
hlið flugvélarinnar bak við herlínu Þjóðverja, alveg eins
og sagt var í skeytinu. Þetta er einfalt atvik, en langt frá
því að vera einstætt. Frá hverjum gat þarna verið um
hugsanaflutning að ræða? Verður þetta atvik skýrt á
þann veg?
Enn einni frásögn langar mig til að bæta við. Sir Ed-
ward Marshall-Hall var eínn langfrægasti og skarpasti lög-
fræðingur Englendinga. Hann hafði hæðst mikið að spírit-
ismanum áður en hann fékk sina fyrstu sönnun, en hún
kom með þessum atvikum: Fyrir rúmum 40 árum var hann
staddur í húsi systur sinnar, og var þar hjá henni skrif-
miðill. Systir hans og miðillinn voru miklar vinkonur og
lagði hin fyrnefnda fast að honum að rannsaka miðilinn.
Hann tók þá upp úr vasa sinum bréf, sem hann hafði
fengið á heiinili sinu daginn áður, lét það í umslag, bætti
siðan öðru umslagi þar utan yfir og innsiglaði með inn-
sigli, sem hann bar ávalt í vasa sínum og skildi aldrei við
sig. Ekkert var ritað á ytra umslagið. Hann fékk systur
sinni bréfið og bað hana að láta miðilinn segja, frá hverj-
um bréfið væri; systur hans var ókunnugt um það. Eftir
nokkra töf var sagt í ósjálfráðu skriftinni: »Maðurinn er
dáinn, sá sem skrifaði þetta bréf«. Sir Edward spurði:
»Hvenær dó bréfritarinn?« Þá var svarað: »Hann dó í
L