Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 130
124
M0R6UNN
hlýtur að haía dáið án þess að hafa haft þrautir nokkurt
augnablik. En hver vill segja dóttur hans þetta? Eg get
það ekki!«
Þá hvarf sýnin og eg varð þess vör, að eg sat enn
við opinn gluggann. Eg kveikti á lampa og fór að svefn-
herbergi föður míns, lauk hurðinni upp hægt og hlustaði.
Eg heyrði þennan djúpa, reglulega andardrátt, sem bendir
á væran svefn. Eg fór inn í herbergið og læddist að rúm-
inu. Eg kraup þar niður og bað þess innilega, að eg þyrfti
ekki að missa föður minn. En mér var jafn-þungt, þegar
eg fór út úr herberginu, eins og þegar eg kom inn í það;
svo sterk var sannfæring min um það, að það mundi bráð-
lega gerast, sem fyrir mig hafði borið í sýninni.
Eg fór ekki í rúmið þessa nótt, því að hinn megni
ótti, sem hafði gagntekið mig, girti fyrir það, að mér væri
unt að sofna; en eg heilsaði föður mínum brosandi við
morgunverðarborðið, því að eg var staðráðin í því, að
enginn skuggi af ótta mínum og örvænting skyldi falla á
hann. Og hann var jafnglaður, Ijúfur, ástúðlegur og við-
kunnanlegur eins og hann hafði ávalt verið.
Hann fór út úr húsinu klukkan tvö síðdegis þann dag,
ætlaði að ganga eitthvað, og sagði mér, að hann mundi
koma aftur klukkan fjögur og drekka te með mér. Áður
en hann fór kysti hann mig ástúðlega, eins og hann gerði
æfinlega, þegar hann skildi við mig, þó að ekki væri nema
um stutta stund að tefla; en eg fann það, að eg mundi
aldrei framar fá koss frá þessum ástkæru vörum. Eg fór
inn í herbergið mitt og beið þar eftir því reiðarslagi, sem
eg vissi að bráðlega var væntanlegt.
Um klukkan 3l/2 kom þjónn skyndilega inn og spurði
mig, hvort eg vissi, hvar »húsbóndinn« væri. Litlu síðar
lagði hinn þjónninn fyrir mig sömu spurninguna. Þá kom
inn hesthúsvörður vinar okkar í herliðinu; hann var með
áhyggjusvip og spurði mig, hvort »húsbóndinn« væri kom-
inn inn, og bætti því við, að kapteinninn vildi finna hann.
Eg var sannfærð um, að það, sem fyrir mig hafði bor-