Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 39
M0E6UNN
33
Minningardagur framliðinna.
Úr prédikun á Allra sálna messu 1934.
Eftir síra Jón Auðuns.
HUGLEIÐINGAREFNI: Og Guð mun þerra hvert tár af
augum þeirra. — Opinb. 7, 17.
Náð sé með yður og friður!
í vetrarbyrjun höldum vér hann heilagan, hér í kirkj-
'Unni, þennan æfaforna, kirkjulega minningardag framliðinna.
Vér komum hingað til þess að rækja fyrirbænaskyldu vora
i þágu þeirra, sem sofnaðir eru, og vér komum hingað, og
fyllum helgidóminn, til þess að eignast Guði vígða, heilaga
minningarstund um þá, sem nátengdir voru hjarta voru og
■eru það enn, þótt horfnir séu sjónum vorum inn í hið
mikla, lítt þekta---------.
Og vér komum saman til þess að hugsa og spyrja
'Um lifskjör vorra látnu vina.
Sú sannfæring að um einhverja sambandsmöguleika
væri að ræða milli »lifenda og látinna«, hefir um óratíma verið
förunautur einhvers hluta mannkynsins, stundum förunautur
fárra en stundum margra. Þessi sannfæring hefir bersýni-
fega verið förunautur hins norræna kynstofns áður en hann
kyntist kristinni trú, hún er því ekki sér-kristileg, en sú
staðreynd hefir þó vitanlega langt um meira gildi fyrir oss,
að þessa;i skoðun er mjög berlega haldið fram í sjálfri
trúarbók vorri heilagri Ritning.
Yður er öllum kunnugt að nú er þessi skoðun borin
fram í nafni vísindanna af nokkrum merkustu talsmönn-
um þeirra og að það hefir orðið henni til mikils liðsauka.
E'i þessari breyttu afstöðu hefir einnig fylgt annað, sem
■ekki er eins ánægjulegt, en það er dómgreindarleysi og
3