Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 107
M 0 11 G U N N
101
»Sir Jarnes fór á bak og reið það sem eftir var næt-
ur, þangað til hann kom að fljóti. Þar voru ferjumenn með
ferju, albúnir þess að flytja hann yfir um. »Við áttum von
á yður, Sir James«, sögðu þeir. Annað sögðu þeir ekki,
og steinhissa var Sir James.
»Hann hélt áfram ferðinni, án þess að ætla sér að fara
nokkuð sérstakt, og kom til Bodmin. Þar fékk hann sér
morgunverð í veitingahúsi í þorpinu. Honum var sagt, að
ekkert væri tíðinda í Bodmin, nema það væri verið að
halda rétt í morðmáli. Honum varð það að fara þangað.
Rétt áður en hann kom inn í réttarsalinn hafði hinn ákærði
verið dæmdur sekur, og dómarinn hafði spurt hann, hvort
hann hefði nokkuð að segja. »Eg get að eins sagt þetta«,
sagði fanginn, »að eg hefi ekki framið þetta morð. Á þeirri
stund, sem það gerðist, var eg tveggja klukkustunda ferð
frá morðstaðnum í öðru þorpi. Eg man það, af því að
þorpsklukkan sló þrettán um miðnættið, og eg hafði orð á
því við ókunnugan mann, sem fór fram hjá mér. Sá mað-
ur er eini maðurinn, sem getur borið um fjarvist mína«.
»Þá stóð Sir James Parker upp úr sæti sínu aftast í
salnum og sagði: „Sá madur er eg“.
»En hvað kemur alt þetta við stefnuskránni fyrir lífið ?«
segir presturinn enn fremur. Jæja, hvaða áhrif hefir þessi
saga á yður? Hvað var það, sem fyrst vakti Sir James
Parker? Var það þruma . . . eða var það »engill«? Var
þetta ekkert annað en runa af tilviljunum, eða er einhver
fyrirætlun bak við það, sem gerist með eðlilegum hætti?
Eg held að enginn geti stofnað til stefnuskrár fyrir lífið,
fyr en hann hefir, að einhverju leyti komizt að ályktun
um það mál. Mér er svo farið sjálfum, að eg held ekki
að neinn geti fengið fullnægjandi stefnuskrá, fyr en hann
hefir leitað fyrir sér um engilinn«.