Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 127
MORGUNN
121
bili eins og það gerist hjá einstaklega heilsugóðum, fjörug-
um stúlkum í góðum efnum. Á þeim dögum var eg mjög
ánægð. Vinir mínir uppnefndu mig og kölluðu mig »Kátínu«.
Eina nóttina vaknaði eg af værum svefni við það að
albjart var í herberginu, þó að ekkert ljós logaði í því, og
við rúmið mitt stóð bezta vinkona mín, stúlka sem hét
Maggie. Hún yrti á mig með nafni og sagði: »Eg þarf að segja
þér leyndarmál. Eg veit, að eg á að fara yfir í annan
heim bráðum og mig langar til að þú sért hjá mér við and-
látið og hjálpir til að hugga móður mína, þegar eg verð farin«.
Áður en eg hafði náð mér svo vel eftir ótta minn og
undrun, að eg gæti nokkuru svarað, var hún horfin, og
birtan í herberginu dvinaði smátt og smátt, þangað til
dimt var orðið.
Eg sagði gömlu skozku frúnni frá því sem eg hafði séð.
»Treystu leiðbeiningunni, sem þú munt fá«, sagði
hún. »Ef Maggie á að deyja í faðmi þínum, þá mun því
verða svo fyrir komið, að þú verður hjá henni við and-
látið, án þess þú hafist nokkuð að«.
Viku síðar fékk eg skilaboð um að koma heim til vinkonu
minnar. Þegar eg hitti hana, var hún með kvef og hita,
en hættulega veik virtist hún ekki vera. Hún hafði ekkert
hugboð um að hún ætti skamt eftir. Og mér var það ber-
sýnilegt, að hún mundi ekkert eftir þvi, að hún hefði
heimsótt mig í anda. í þessu er fólginn leyndardómur, og
eg get ekki gizkað á neina skýringu á honum. Eg hefi
séð ýmsa svipi á æfi minni, svipi manna, sem enn hafa
verið lifandi á jörðunni. Við suma þeirra hefi eg talað, og
sumir þeirra hafa talað við mig; en eftir á hefi eg ávalt
komist að raun um, að sjálfir höfðu þeir ekki í líkaman-
um neina vitneskju eða endurminningu um slíkt samband
við mig.
Móðir Maggie varð að fara að heiman til systur sinn-
ar; hún átti heima nokkuð langt þaðan, og var mikið veik.
Móðirinn bað mig að vera hjá dóttur sinni meðan hún
væri að heiman. Eg hafði ekki verið hjá Maggie nema
L