Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 44
38
MORGUNN
»hulda mann hjartans«. Eg er ekki sannfærður um að svo
sé að öllu leyti. Klæðnaður sálarinnar, eftir dauðann, er
upprisulíkami hennar og sé hann mótaður fögrum hugs-
unum, athöfnum og orðum getur hann fyrst orðið að þeim
brúðkaupsklæðum sálarinnar, sem gera henni eftir likams-
dauðann mögulegt að dvelja á þeim sviðum hins andlega
heims, sem Kristur nefndi á táknmáli sínu »brúðkaupssali«
himnaríkis. Það er vitanlega ekki sannað mál, enda enn
ósannanlegt að með brúðkaupsklæðunum hafi Kristur átt
við hið rétta ástand andlega líkamans, en mér finst það
sennilegt — — —.
Á minningardegi framliðinna og minningardegi vors
eigin dánardægurs spyrjum vér: hvernig getum vér aflað
oss brúðkaupsklæðanna? Hvernig fáum vér mótað sem
fegurst vorn andlega líkama, sem að sjónum framliðinna
vina vorra snýr og oss er ætlað að dvelja í eftir líkams-
dauðann? Vér getum það með því móti einu, að leggja
við það alla alúð að fegra og göfga jarðlífið sem bezt vér
megum, að reyna að gleyma því aldrei á neinni líðandi
stund vorrar skammvinnu, jarðnesku æfi að með daglegu
lifi voru, í gleði þess og sorgum, í sigrum þess og ósigr-
um, erum vér að vefa þann klæðnað, sem sál vor á í fram-
tiðinni að iklæðast: að móta vorn andlega líkama og að á
geysilega þýðingarmikilli stund spyr konungurinn um vefn-
aðinn, hvort vér höfum ofið brúðkaupsklæðnað eða ekki:
hvort við oss eigi að taka ljós hinna himnesku brúðkaups-
sala — eða myrkrið fyrir utan.