Morgunn


Morgunn - 01.06.1935, Page 8

Morgunn - 01.06.1935, Page 8
2 MORGUNN alla, sem ritstjóri »Morguns«. Eg veit, að yður, hr. Einar Kvaran, hefir þótt mjög vænt um þennan hluta yðar merki- lega æfistarfs, það sýnir óþrjótandi elja yðar og alúð við ritstjórnina, og þér vitið, að fjöldamörgum af börnum þjóð- arinnar þykir vænt um þetta starf með yður. Þegar eg var að búa mig undir þetta erindi mitt, með því að fara í gegn um »Morgun«, varð mér enn ljósara en áður, hve mikilvægur þáttur hann hefir verið í því, að breiða út meðal landsins barna þekkinguna á niðurstöðum sálarrannsóknanna og hve sá maður er í rauninni vel að sér um málið, sem veit og þekkir það, sem þar stendur. Við höfum upp á síðkastið verið eins og að smá-kvarta yfir því, að fundarsóknin hjá okkur væri ekki eins mikit og æskilegt væri. Eg held, að það sé mikið »Morgni« að kenna, ef svo mætti að orði kveða. Fólkið veit, að hann flytur því inn á heimilin það helzta, sem á fundunum er sagt, og meira til, og það lætur það sér nægja; og hann gerir annað, hann flytur fregnir um málið til fjölmargra annara, sem ýmissa ástæðna vegna geta ekki sótt fundi vora; þessvegna er hann líka nauðsynlegri liður í starfinu en fundahaldið sjálft getur orðið. Þegar eg var að fara i gegn um þessa 15 árganga, sem þegar eru komnir út, sá eg betur og betur, að það var hreinn ógerningur að ætla sér að gefa fullkomna hug- mynd um þá i einu erindi; eg hefi því vitanlega miðað það við minn geðþótta, hvers eg get og hvers ekki. Þegar »Morgunn« hóf göngu sina, geri eg ráð fyrir að flestum þeim, sem vissu hvert stefna átti, hafi komið til hugar, að hann mundi fást við þessar höfuðspurningar, auk annara: 1. Verður sannað sambandið við framliðna og þar með framhaldslíf persónuleikans, eftir dauða líkamans? 2. Með hverjum hætti gerist þetta gífurlega þýðingarmikla samband? 3. Ef þetta sannast, hverjum breytingum og vexti mun þá þekking vor taka?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.