Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 128
122
MOEöUNN
þrjá eða fjóra daga, þegar það bar við eitt kvöldið að
henni versnaði skyndilega. Hún andaðist í faðmi mínum,
áður en læknirinn, sem gert hafði verið viðvart, gat komið
til hennar.
Það var i fyrsta sinni, sem eg sá nokkurn deyja. Tafar-
laust eftir að hjarta hennar var hætt að slá, sá eg greini-
lega eitthvað, sem líktist reyk eða gufu upp úr katli, sem
vatn síður í, lyftast upp frá likama hennar. Þetta útstreymi
fór ekki nema stutt upp í loftið, og þar tók það á sig
mynd, líka hinni nýlátnu vinkonu minni. Þessi mynd var í
fyrstu þokukend, en smámsaman breyttist hún, þangað til
hún var vel skýr og klædd í perluhvítan hjúp, líkan
skýi; innan í hjúpnum mótaði greinilega fyrir líkamanum.
Andlitið var andlitið á vinkonu minni, en orðið dýrlegt, og
engin merki á því eftir krampadrætti þrautanna, sem hún
hafði fundið til rétt áður en hún dó.
Eg varð síðar hjúkrunarkona að atvinnu og var það um
tuttugu ár. Þá sá eg fjölda manns andast. Og æfinlega var
það tafarlaust eftir andlátið, að eg sá andamyndina, eter-
kenda samstæðu við mannslíkamann, myndast upp yfir
líkamanum, sem lífið hafði sloknað í, og hverfa því næst
sjónum mínum.
II.
Þegar eg var tvítug, kom faðir minn heim aftur frá
Indlandi og var þá orðinn gamall maður. Hann keypti sér
lítið, yndislegt hús á írlandi og settist þar að. Eg hafði
skilið við hann á Indlandi, þegar eg var þriggja ára barn,
eftir að móðir mín hafði andast þar. En þó að seytján ár
væru liðin síðan er eg hafði séð hann, þá hittumst við
samt ekki sem ókunnugar manneskjur. Hann hafði lengi
verið aðalhetjan í æskudraumum mínum, og eg fann, að
hann var enn meiri maður en mig hafði dreymt um.
Eg unni honum heitt og naut fyllilega sömu ástar frá
hans hálfu. Við vorum stöðugt saman og vorum beztu
vinir og félagar. Bróðir minn var líka mér svo góður bróð-