Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 28
22
MO RGUNN
þetta nokkuð til? Geta mennirnir ekki verið alveg eins
góðir og guðræknir, með jafnmikla ást á því, sem gott er,
með jafnmikla tilhneiging til þess, að láta hugann leita til
hæða, þó að þeir komi aldrei í kirkju? Aðrar spurningar
verða auðvitað áður fyrir sumum: Gerir það nokkuð til,
þó að menn láti hugann aldrei leita til hæða? Eftir hverju
á að leita, ef eða fyrst þar er ekkert? Gerir nokkuð til,
þó að guðstraustið sé ekkert, ef eða fyrst enginn guð er
til? Gerir nokkuð til þó að svo fari, sem Grímur Thomsen
telur komið fyrir þessari kynslóð:
Menn sjá illa og minna trúa,
í maganum flestra sálir búa?
Þessar spurningar ætla eg ekki að ræða hér. Það yrði
alt of mikið mál. En um fyrri spurningarnar langar mig til
að taka það fram, að trú mannanna verður ekki mæld með
kirkjurækni þeirra. Hún getur verið mikil, þó að aldrei sé
komið í kirkju. En af því má ekki draga þá ályktun, að
kirkjurækni sé ónýt og einskisverð. Mér virðist, sem þessu
muni vera líkt farið og um líkamlega heilsu manna. Sumir
menn halda heilsu sinni fram á elliár, og hafa þó alls ekki
farið gætilega með hana. Það væri fásinna að draga af
því þá ályktun, að ekkert geri til, þó að ógætilega sé
farið með heilsuna.
Eg hefi reynt að grafast fyrir það hjá mönnum úti
um Iandið, hvernig standi á því, að messuföllin séu orðin
svona gífurlega mörg. Auðvitað getur ekki komið til rnála
að kenna þau eingöngu þessu, sem eg hefi minst á, að
prestarnir séu ófúsir á að messa. Margir þeirra eru vitan-
lega samviskusamir menn, og taka sér nærri, hvernig þetta
gengur. Sumir kenna trúleysi fólksins um þetta ástand.
Aðrir fuilyrða, — og eg held að þeir hafi réttara fyrir
sér, — að nú sé meira af trú á íslandi en að líkindum
nokkurn tíma áður; einkum sé trúin á framhaldslífið og til'
veru andlegs heims miklu almennari og ákveðnari en hún
hafi verið. En hinni nýju trúarþörf sé ekki fullnægt í kirkj'
unum. Þess vegna finnist mönnum þeir ekkert erindi eigi